Í kvöld var í kastljósinu kennari minn gamall og landsþekktur skrásetjari. Í kynningu fyrr í fréttatímanum var pínleg uppákoma því buxnaklaufin var opin. Slíkt er sjaldséð í sjónvarpi allra landsmanna. Sambýliskonu minni til margra ára þótti rétt að hringja þegar í stað í sjónvarpsstjórann til að forða stórslysi fyrir framan alþjóð á besta áhorfstíma. Mér þótti lítið til koma. Þá heyrðist úr horni.
Þegar buxnaklaufin blasti við
bærðust kvennahjörtun.
En vesturfarans vænstu svið
varla á skjánum skörtum.
A.m.k. var alt í orden þegar kastljósþátturinn kom á skjáinn. Þökk sé sambýliskonu minni til margra ára.
God nat
16. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hahaha, frábært!
Halur kvað:
Raunum kennara reyndar hafði bjargað,
rétt fyrir komu í sjónvarpsbás.
Því margar hefðu meyjarnar gargað,
ef mannsins niðri væri rennilás.
Skilaðu kærri þökk til sambýliskonu þinnar.
BG
Skrifa ummæli