25. febrúar 2005

Móðurminning


Til móður minnar sem lést 25.02.2004.

Tilbrigði við sonnettu

Þú blíðasta móðir er barst okkur börnin
í bernsku, og róstri þú varst okkur vörnin,
gegn válindum viðjum, um vegina grýttu.

Þína vinsemd og virðingu frá hjarta þau nýttu,
og velvildin milda skyldi vænlegast skarta
sem til framtíðar byggðir, og brjóstvitið bjarta.

Þó töfrarnir dofni og tíminn vill tifa,
munu tengslin við móður ævilangt lifa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk bróðir takk, myndin er líka frábær svona var mamma.B

Nafnlaus sagði...

Halur minnist fárra en afar ánægjulegra ferða að heimili móður Æris á Ólafsfirði á sinum tíma þegar hann var enn húsum hæfur. Hann minnist sérstaklega gleðinnar sem bjó í konunni og einnig var hláturinn eftirminnilegur. Ólafsfirðingar eru sérlega heilir í öllu sem þeir gera og gjafmildir með afbrigðum.