28. febrúar 2005

Úr álögum

Í storminum stóðstu styrkur og keikur,
svo stæltur að baráttan reyndist leikur,
við forynju fagra þú glímdir í nótt,

en fannst undir morgun að hjarta varð rótt,
er forynjan breyttist í blómknappadís,
sem bláskel fögur úr ólgandi hafinu rís.

Ó, geymdu þá munúð, - og mundu þann brag
er forynjan breyttist við blómknappans lag.

Engin ummæli: