2. febrúar 2005
Svaðilfarir
Hér er lagt í fyrsta álinn í Straumfjarðará. Forreiðin og stóðið komið út í. Finnur fylgist með að engin snúi við. Nú er að fjara út og riðið yfir að sandeyrinni og síðan yfir næsta ál sem sést í átt að hólmunum. Þaðan er þeysireið yfir að Stakkhömrum þar sem er hvílst um stund. Þetta er hættulítil leið en í fyrra misstum við einn hest niður í sandbleytu þegar farið var yfir Haffjarðará, en þar og í Saltnesálnum nær Snorrastöðum og Eldborg þarf líka að sæta sjávarföllum. Önnur hross skelfdust og mikill órói komst að stóðinu og mönnum líka. Að lokum tókst að finna annan nýtt vað með stóðið og ná upp hrossinu ósködduðu. Leiðin yfir að Stakkhömrum er með allra skemmtilegustu köflum á Löngufjörum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli