Í storminum stóðstu styrkur og keikur,
svo stæltur að baráttan reyndist leikur,
við forynju fagra þú glímdir í nótt,
en fannst undir morgun að hjarta varð rótt,
er forynjan breyttist í blómknappadís,
sem bláskel fögur úr ólgandi hafinu rís.
Ó, geymdu þá munúð, - og mundu þann brag
er forynjan breyttist við blómknappans lag.
28. febrúar 2005
Af flokksþinginu.
Á þingi Framsóknar með fögrum glans
fylktust í röðum í magadans,
konurnar allar
og eftirá karlar
einungis kunnandi Ólaskans
fylktust í röðum í magadans,
konurnar allar
og eftirá karlar
einungis kunnandi Ólaskans
25. febrúar 2005
Móðurminning
Til móður minnar sem lést 25.02.2004.
Tilbrigði við sonnettu
Þú blíðasta móðir er barst okkur börnin
í bernsku, og róstri þú varst okkur vörnin,
gegn válindum viðjum, um vegina grýttu.
Þína vinsemd og virðingu frá hjarta þau nýttu,
og velvildin milda skyldi vænlegast skarta
sem til framtíðar byggðir, og brjóstvitið bjarta.
Þó töfrarnir dofni og tíminn vill tifa,
munu tengslin við móður ævilangt lifa.
22. febrúar 2005
Freyja Brynja
Á Kópavogsfundi kom karpið og lofið
frá konum í flokknum sem fram báru klofið.
Því á þingið þær vildu,
þó kannski þær skildu,
að karlarnir einir fá flokkshaftið rofið.
<Æ>
Í tilefni af því að framsóknarkonur í Kópavogi hafa klofnað og báðar fylkingar vilja á karlasamkomu þá sem flokksþing er kallað og verður haldið um aðra helgi eða svo. Um Kópavogsfundinn spruttu deilur. Til að skera úr um lögmæti hans var málinu náttúrulega vísað til nefndar þar sem í sátu amk karlar meirihluta og áttu þeir að skera úr um hvort konurnar 43 væru löglegar í flokknum gengnar og sitthvað annað sem að atgangi þeirra sneri.
frá konum í flokknum sem fram báru klofið.
Því á þingið þær vildu,
þó kannski þær skildu,
að karlarnir einir fá flokkshaftið rofið.
<Æ>
Í tilefni af því að framsóknarkonur í Kópavogi hafa klofnað og báðar fylkingar vilja á karlasamkomu þá sem flokksþing er kallað og verður haldið um aðra helgi eða svo. Um Kópavogsfundinn spruttu deilur. Til að skera úr um lögmæti hans var málinu náttúrulega vísað til nefndar þar sem í sátu amk karlar meirihluta og áttu þeir að skera úr um hvort konurnar 43 væru löglegar í flokknum gengnar og sitthvað annað sem að atgangi þeirra sneri.
21. febrúar 2005
Til sveitaþvaglæknis
Þeir bíða hans bændur í röðum,
þá bunan er búin hjá glöðum.
En þá bætir hann þvagið,
því það er hans lagið,
Hals á Dratthalastöðum.
þá bunan er búin hjá glöðum.
En þá bætir hann þvagið,
því það er hans lagið,
Hals á Dratthalastöðum.
18. febrúar 2005
Súper 8
Hinn nýji bloggheimur er athyglisvert fyrirbæri. Þar komast sögur á kreik, jafnvel upp á æru og trú. En Ærir er gleyminn og man fátt deginum lengur og á hann eru bornir kviðlingar sem hann kannast ekkert við. Svo eru sagðar sögur af æskuárum hans og afrekum misjöfnum. Það muna aðrir betur sem gamalt er og jafnvel það sem betur væri gleymt en geymt. Minni þeirra í Minni-Sóta er gott, þó ég haldi að þau misminni þessa sögu. Þau eru eru vesturfarar af nýrri kynslóð. Ég vona að þau verði aldrei annað en Íslendingar, um annað má ég ekki hugsa, því þá gætu draumfarir mínar orðið slæmar á ný og öðrum yrkisefni. En ég hafði gaman nýlegri upprifjun úr ferð okkar á Akrópólis. Það er rétt að á þeim tíma voru myndir skýrar og lítt hreyfðar, enda var Ærir og félagar ekki orðnir skjálfhenntir eins og dag. Það verður þó að leiðrétta mikla villu í textanum sem liggur næri að vera Ærumeiðing. En nákvæmni er aðall Ærinna félaganna. Kvikmyndavélin var nefnilega ekki af 8mm vél, heldur Súper 8 mm vél. Á því var stór munur.
Annars er þetta en eitt dæmið um að snemma beygist krókurinn. Við félagarnir höfum nefnilega aldrei getað veðjað á réttan hest (þetta hljómar nú reyndar skrítið þegar ég skrifa það). Í aðdraganda skólaferðarinnar sem má sjá margar myndir úr á Ugluvefnum okkar, var ákveðið að fara úr hefðbundinni ljósmyndum yfir í kvikmyndagerð. Í fríhöfninni reyndi sölumaður nokkur að selja, með ærinni fyrirhöfn, ný tæki sem kölluðust því undarlega nafni vídeó og stórar vélar til að taka vídeómyndir á í sjónvörpum. Þar sem ungur maður hafði enga trú á slíkri tækni og tækjum og taldi þau bólu sem fljótt myndi springa, afþakkaði hann statt og stöðugt slíkt tæki og bað sölumanninn í guðsbænum að selja sér ekki slíka vitleysu. Hann vildi bara Súper 8mm kvikmyndatökuvél og þrífót. Hann þóttist vita best (kannast einhverjir við þann fjanda). Þar við sat.
Haft er fyrir satt og illar tungur bera út að þetta hafi verið síðasta súper 8mm vélin sem seld var á Íslandi og jafnvel heiminum öllum. Önnur tækni ruddi sér til rúms skömmu síðar. Nú mun hægt í henni stóru ameríku að láta færa myndir af super 8 mm spólum yfir á vídeó. Það er erfitt að hafa alltaf rétt fyrir sér.
Annars er þetta en eitt dæmið um að snemma beygist krókurinn. Við félagarnir höfum nefnilega aldrei getað veðjað á réttan hest (þetta hljómar nú reyndar skrítið þegar ég skrifa það). Í aðdraganda skólaferðarinnar sem má sjá margar myndir úr á Ugluvefnum okkar, var ákveðið að fara úr hefðbundinni ljósmyndum yfir í kvikmyndagerð. Í fríhöfninni reyndi sölumaður nokkur að selja, með ærinni fyrirhöfn, ný tæki sem kölluðust því undarlega nafni vídeó og stórar vélar til að taka vídeómyndir á í sjónvörpum. Þar sem ungur maður hafði enga trú á slíkri tækni og tækjum og taldi þau bólu sem fljótt myndi springa, afþakkaði hann statt og stöðugt slíkt tæki og bað sölumanninn í guðsbænum að selja sér ekki slíka vitleysu. Hann vildi bara Súper 8mm kvikmyndatökuvél og þrífót. Hann þóttist vita best (kannast einhverjir við þann fjanda). Þar við sat.
Haft er fyrir satt og illar tungur bera út að þetta hafi verið síðasta súper 8mm vélin sem seld var á Íslandi og jafnvel heiminum öllum. Önnur tækni ruddi sér til rúms skömmu síðar. Nú mun hægt í henni stóru ameríku að láta færa myndir af super 8 mm spólum yfir á vídeó. Það er erfitt að hafa alltaf rétt fyrir sér.
Týndir læknar
Í tilefni morgunblaðsgreinar um giktarsvið Reykjalundar, þann 18.02.05.
Uppi á deild og alveg gleymdur,
einn var læknir lengi að störfum
Nú öllum horfinn og úti geymdur
aðeins nýttur eftir þörfum.
Yfir var hann einn á sviði,
og aðrir læknar horfnir
Ef þeir kunnu að lækna liði
líklegast eru niðurskornir.
Engin eftir er nú heild,
allir læknar skornir
Einn þó situr upp á deild
undrast hvert þeir horfnir.
Uppi á deild og alveg gleymdur,
einn var læknir lengi að störfum
Nú öllum horfinn og úti geymdur
aðeins nýttur eftir þörfum.
Yfir var hann einn á sviði,
og aðrir læknar horfnir
Ef þeir kunnu að lækna liði
líklegast eru niðurskornir.
Engin eftir er nú heild,
allir læknar skornir
Einn þó situr upp á deild
undrast hvert þeir horfnir.
17. febrúar 2005
Í áfangagili
16. febrúar 2005
Af vesturförum
Í kvöld var í kastljósinu kennari minn gamall og landsþekktur skrásetjari. Í kynningu fyrr í fréttatímanum var pínleg uppákoma því buxnaklaufin var opin. Slíkt er sjaldséð í sjónvarpi allra landsmanna. Sambýliskonu minni til margra ára þótti rétt að hringja þegar í stað í sjónvarpsstjórann til að forða stórslysi fyrir framan alþjóð á besta áhorfstíma. Mér þótti lítið til koma. Þá heyrðist úr horni.
Þegar buxnaklaufin blasti við
bærðust kvennahjörtun.
En vesturfarans vænstu svið
varla á skjánum skörtum.
A.m.k. var alt í orden þegar kastljósþátturinn kom á skjáinn. Þökk sé sambýliskonu minni til margra ára.
God nat
Þegar buxnaklaufin blasti við
bærðust kvennahjörtun.
En vesturfarans vænstu svið
varla á skjánum skörtum.
A.m.k. var alt í orden þegar kastljósþátturinn kom á skjáinn. Þökk sé sambýliskonu minni til margra ára.
God nat
14. febrúar 2005
Vatnsberinn
Þú myndar sálartengsl við náungann í dag og sérð glögglega að við erum öll í sömu súpunni þegar upp er staðið. Það sem maður gerir einum gerir maður öllum. Það er staðreyndin um mannlega tilvist. (Mbl.is 14.2.05)
12. febrúar 2005
HESTAVÍSUR
Þessa mynd teiknaði vinur minn Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur. Birt með leyfi listamannsins. Mynd þessi hefur verið valin á gunnfána okkar hjóna í öllum komandi keppnum og burtreiðum sem við eigum eftir að taka þátt í. Því þá ríða hetjur um héruð.
Hestavísur settar saman í febrúar 2005.
Til heiðurs Hófi, Glóa, Skuld og Flygli sem ekki fengu að keppa á vetrarleikum Fáks og fengu því engin verðlaun.
Hann hendist um landið og hratt hann fer,
Hófur hann heitir og hug minn ber.
Við Glóa ég gantast og geysist um grund,
grípur til töltsins, þá léttist mín lund.
Á Skuldinni skunda um fjörur og sker,
skemmtir þar knöpum og skáldum ég sver.
Á Flygli minn hugur ferðast um sund,
flýgur um loftið og hratt líður stund.
11. febrúar 2005
Í felum
Er í felum eins og fleiri í dag. Lysthafendum er bent á pistilinn sem afber um Lapsus calami
10. febrúar 2005
Integer Vitae
Ærir og félagar hafa fengið ádrepur ýmsar, nú síðast fyrir það eitt að vera berdreyminn og oft á tíðum ofsóttur í skjóli myrkurs í martröðum. Hvatningar koma þó víða að líka.
Í tilefni sendingar einnar að norðan um atgeirinn sem félagi Æris bar, sem finna má í athugasemdum við tungutaks pistil voran hér fyrir nokkrum dögum, fékk Ærir uppljómum úr óvæntri átt. Skal því einum kennt og öðrum bent á hið fornkveðna úr Integer vitae eftir Hóras (65-8 f.Kr.):
Integer vitae scelerisque purus
non eget Mauris iaculis neque arcu.
sem má útleggja:
Sá sem ekki´er sekur um misgjörð neina
saknar ekki spjóts, eigi heldur boga
Félagi Æris heldur sig við þá skoðun að fátt nýtt eða nýtilegt hafi komið fram sl. 1000 ár í vísindum og listum. Er þetta enn ein sönnun þess. Öll svör hafa þegar komið fram.
9. febrúar 2005
Haldið af stað
Lagt af stað frá Leirubakka í Landsveit. Eftir dagleið frá Kaldbak, yfir Ytri-Rangá sem er sæmileg laxveiðiá, á vaði við Þingskála og upp að Leirubakka var tími komin til leggja í langferðina um Fjallabak. Þar hittum við félaga í hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík og var ferðahópurinn stór. Fjörtíu og sex knapar allar reiðubúnir í ferðalagið. Á fjóshlaðinu voru tvær gyltur eða þrjár sem ráfuðu um og voru áhöld um að taka þær með og haft var á orði að þar væri nestið komið og skyldi haft á fæti þar til á þyrfti að halda. Vöktu þær nokkra kátínu fyrir forvitnis sakir en þær snusuðu í farangri og fleiru. Vildu margir þær nema á brott, en í hópnum voru prúðmenni ein og engir ribbaldar. Voru það nokkur vonbrigði að ekki yrði riðið um héruð með yfirgangi og ofstopa. Bú rænd og bæir brendir. Því varð ekkert úr áformum að taka svínin með. En nógur var maturinn og vel útilátinn alla daga.
En á myndinni má sjá Þorbjörgu sem snýr baki í myndavélina og situr Rjúpu, dágóðan hest sem við höfðum í láni. Við hlið hennar er Fanney á dökkum klár, sennilega Blakki sem Þráinn Bertelsson rithöfundur átti á þeim tíma og er gamalreyndur ferðarhestur. Finnur félagi okkar situr móálóttan hest, Móaling gæðing mikinn og duglegann. Af þessu tilefni heyrðist í horni.
Upp á hestinn hentist hann
og horfði stíft til fjalla.
Ómar bárust alla leið,
öræfin þau kalla.
Á fjöllum eru fyrnindi mikil
fram til þeirra hugur líður
Finnur á fáknum frækna
fremstur í stóðinu ríður
7. febrúar 2005
Tungutak
Á fyrstu dagleið um Fjallabak, eða réttara sagt annari. Hér þótti rétt að virða umferðarmerki og bíða eftir eftirreiðinni. Sjá má í forreiðina nokkru framar á myndinni eða nær Búrfelli fyrir þá sem eru áttavilltir og búa etv að norðan og vestan. Forreiðin er enn á undan en eftirreiðin hafði haldið sig til hlés og kom á eftir sbr. fyrri lýsingar, eða eins og einn góður ferðafélaginn kvað:
Nú er úti um ferðina for-,
fylkist -reiðin á undan.
Eftir- koma kannski í vor
karlar er -reiðina stunda.
Þegar hér var komið sögu hafði fátt eitt gerst nema að stóðið hafði lestað sig. Einn eldri knapi stungist á hausinn fram fyrir hrossið sem hann átti að ríða, enda ákafamaður mikill og sýndi því helstu einkenni forreiðarsýki, þ.e. að vera heldur á undan hrossinu. En sumum nægir að vera það í huganum og gefst það yfirleitt betur, svona til langframa.
Þá var kveðið:
Ef í huga hossast nú,
heilla knapinn góði.
Forreiðina finnur þú,
fremst í þessu stóði.
Því var svarað að bragði enda menn þegar orðnir óþolinmóðir að vera aftastir í eftirreiðinni:
Aftast í stóði er eftirreið,
engin um það efast.
Allt of löng er þessi leið.
Lítið hugur sefast.
Þegar komið var í náttstað í Áfangagili minnir mig að mig hafi berdreymt og til mín kom ári nokkur sem tönglaðist á:
Eftirreiðin á undan fór
engin vildi bíða.
Það er satt og því ég sór,
seint í forreið ríða.
Gerðust nú reimleikar miklir og hafa sest að í skeytum til okkar Æris þó ekki sé þar koffí. Um það verður fjallað síðar.
4. febrúar 2005
Hestamennska
Ljósm EA/af Eiðfaxavefnum
Ný sannindi. Frést hefur af nýjum knapa. Hann þekkist ekki vel á myndinni en lætur hár sitt ekki vaxa langt. Talið er að hann geti hugsanlega verið skyldur ónefndum vini og félaga Hals sem dreymir nú um að fara í hestamennsku. En af því tilefni og umfjöllun Hals um reðurskoðanir og mælingar allmiklar í starfi sínu sendum við félagar Ærir honum fyrripart í gær til að botna.
Helst er líkur Halur minn,
hestum vaxinn niður.
Halur botnaði strax af bragði:
Lífga skal ég lókinn þinn,
ef lofsamlega biður.
Halur, skáld bætti um betur og kvað að auki vegna glæsireiðar Æris um sanda og fjörur á nesi Snæfells:
Ríða vill á röskum hesti,
rennur á fjörum skeið.
Lítur við hjá Staðastaðarpresti,
stofu vísað til um leið.
Loks og endanlega hafði Halur fregnir af áhyggjum margra sökum meintrar hestaferðar hans og því kvað Halur:
Þekkum og þolmiklum fola,
þeysir Halur á.
Ekki víst að allir þola,
afglapa ríða hjá.
Kannski er myndin að ofan af Hali og hinum þolmikla fola?
Auglýst er eftir fleiri botnum!
Heimild: Lapsus linguae
3. febrúar 2005
Um fjöll og fyrnindi
Um fjöll og fyrnindi. Fjallabaki nyrðra. Á Landmannaleið frá Landmannahelli að Hólaskjóli. Þetta er löng dagleið, um 50 kg og reynir talsvert á hesta og menn. Hér má sjá hvernig stóðið liðast upp hlíðina. Forreiðin á undan og eftirreiðin á eftir. Með í för voru 170 hestar og stóðið viljugt þannig að flesta daga, þó ekki þarna fór það hratt yfir svo forreiðin var nánast á flótta á undan því allan tímann. Þetta var þriðja dagleiðin okkar. Sú fyrsta var frá Leirubakka í Landsveit upp á Landmannleið, Dómadalsleið.
Við tókum reyndar forskot á sæluna og riðum tveim dögum áður með hestana okkar frá Kaldbak á Rangárvöllum þar sem við höfðum þá í sumarbeit hjá Viðari og Siggu. Kaldbakur er næsti bær við Þingskála sem Njálu unnendur þekkja. Með okkur voru Óli og fjölskylda en þau ætluðu bara upp að Leirubakka. Finnur og Fanney hinsvegar tilbúin með okkur í ferðina löngu.
Farið var nýtt vað yfir Ytri-Rangá á móts við Þingskála og fengum við fylgd Viðars þar yfir, en nutum leiðsagnar bóndans á Hrólfsstaðahelli sem er handan ár. Kom hann á móti okkur á traktor, niður að á og vísaði á vaðið. Var það skemmtileg byrjun á ferðinni. Þaðan riðum við upp, vestan ár, upp að Landmannarétt sem er gömul og skemmtileg. Þar átum við skemmtilega áningu í kvöldkyrrðinni. Leiðin einkennist af moldargötum meðfram ánni og hraunveggur á hina höndina. Úr réttinni var haldið og síðan tekin stefna þvert á ána þegar komið er upp að Beinakrók Þaðan haldið sem leið liggur heim að Leirubakka.
Frá Leirubakka er haldið upp að Galtalæk þar sem margir Sunnlendingar og aðrir landsmenn hafa farið á bindindismót. Stefna er tekin á Búrfell og riðið með þjóðveggi á söndum og melum, upp að Tröllkonufossi í Þjórsá þar sem er áð á meðan hestar jafna sig og annar farskjóti beislaður. Haldið er nokkuð lengra í næsta áfanga. Beygt er inn á Landmannaleið.
Með Heklu á hægri hönd og Búrfell í bakið var beygt fljótlega af Landmannaleið og riðið inn að Áfangagili og þar áð fyrstu nóttina.
2. febrúar 2005
Svaðilfarir
Hér er lagt í fyrsta álinn í Straumfjarðará. Forreiðin og stóðið komið út í. Finnur fylgist með að engin snúi við. Nú er að fjara út og riðið yfir að sandeyrinni og síðan yfir næsta ál sem sést í átt að hólmunum. Þaðan er þeysireið yfir að Stakkhömrum þar sem er hvílst um stund. Þetta er hættulítil leið en í fyrra misstum við einn hest niður í sandbleytu þegar farið var yfir Haffjarðará, en þar og í Saltnesálnum nær Snorrastöðum og Eldborg þarf líka að sæta sjávarföllum. Önnur hross skelfdust og mikill órói komst að stóðinu og mönnum líka. Að lokum tókst að finna annan nýtt vað með stóðið og ná upp hrossinu ósködduðu. Leiðin yfir að Stakkhömrum er með allra skemmtilegustu köflum á Löngufjörum.
Á Löngufjörum. Hér má sjá reiðleiðina frá Skógarnesi yfir að Stakkhömrum. Sæta þarf sjávarföllum þegar riðið er yfir Straumfjarðará.
1. febrúar 2005
Landafræði
Hér kemur enn ein mynd af fjörunum. Hér má sjá hvernig forreiðin leiðir lausu hrossin. Myndirnar eru loks farnar að bera tilætlaðan árangur. Vinir og frændur að smitast af löngun, en óvíst um getu til að byrja í hestamennsku. Annars væri mikill fengur af slíkum liðsauka. Sérstaklega því enn og aftur hefur komist upp um takmarkaða landafræði kunnáttu og ónákvæmni í lýsingum á staðháttum hjá ærnum vini og með ólíkindum að hann hafi skilað sér úr hestaferðum. En það má auðvitað skrifa á þekkingu samferðamanna og GPS tækja þeirra. En þessi mynd er úr Breiðuvík á Snæfellsnesi í ferð sem farin var á Löngufjörur og nokkru lengra en þær. Nánar tiltekið er verið að ríða yfir Grafarós út á Hraunlandarif þar sem spretta má úr spori, hestum og mönnum til gleði. Rétt áður hefur verið farið yfir Sölvahamar , og síðan fram hjá Þrífyssu sem fellur fram af bjargbrúninni. Þar og víðar hefði mátt renna færi fyrir fisk ef svo hefði borið undir og einhverjir kunnáttu menn í þeirri list verið með í för. Það væri því ærið tilefni að fagna komu frænda okkar í þann góða og skemmtilega félagsskap sem hestamennska er. Komi þeir flestir fagnandi og megi þeir ætíð leita í viskubrunn okkar án ærinnar fyrirhafnar. Annars upplýsist að enginn pistill er hér lengur skrifaður án þess að athugað sé og gaumgæft yfir landakorti.
Hrútasýningar. Fjárhúsahverfi í Vatnsmýrina.
Smyrill frá Lóni í Kelduhverfi. Mynd af http://www.simnet.is/lon/hrutar.htm
Margir hafa gaman af hestamennsku og íbúar Stór-Reykjavíkur og annara höfuðstaða landsins hafa hellt sér út í hana. Hafa byggst upp hestahúsahverfi, mörg hver í upphafi í úthverfi eða útjaðri byggðar. En eins og í Víðidalnum þá standa þau nú í miðri byggð og orðin hluti af borgarlífinu. Hestamennskan hefur margar hliðar. Ein er ræktun og falla margir í þá freistni. Aðrir stunda reiðmennsku sér til ánægju og jafnvel ferðalaga og enn aðrir gerast keppendur. Keppt er bæði í ræktun og sýningum. Vaxandi vinsælda nýtur að fara í stóðhestaréttir t.d. norður í Skagafjörð eða Húnavatnssýlu eða sækja ræktunar og sölusýningar.
Ég held að næsta æði sem muni grípa þéttbýlisbúa, sem eru að leita glötuðum tengslum við náttúrna verða hrútaræktun. Nú þegar fengitíð og sæðingum er lokið hafa ýmsar hugmyndir verið að vakna. Til dæmis hvort ekki sé rétt að koma upp fjárhúsahverfi og gæti það orðið kosningamál í næstu kosningum í stað flugvallarkarpsins. Til er reyndar Fjárborg i útjaðri Stór-Reykjavíkur en þar eru aðallega hestar nú til dag. Þetta minnir mig einnig á að heima á Ólafsfirði var til Fjósahverfi þegar ég ólst upp og þaðan á ég margar mínar bestu minningar. Um það má lesa í bókunum um Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson.
Víkjum aftur að hrútaræktinni. Það kom mér á óvart hversu mikið efni er um hrúta á íslenskum netþjónum. Bændur hafa greinilega tekið þessa tækni til notkunar. Að ofan má sjá Smyril frá Lónkoti og er heimasíða þeirra Lónkotsbænda til mikillar fyrirmyndar og slær eiginlega flestu út um hesta og hestamennsku í þeim miðli. En aðdragandi að áhuga mínu nú á hrútum er að mér áskotnaðist um síðustu helgi bókin hans Hjartar frá Tjörn. Æviraus eins og hann kallaði í handriti, en útgefin Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn, heitir bókin og var gefin út af Skjalborg 1997. Hjörtur var sannkallaður héraðshöfðingi. Í bókinni er margt sem veitti mér ánægju þó aðeins sé ég búin að fletta henni og grípa niður í kafla og kafla. Þar eru auðvitað sögur af Tröllaskaga, tengslum hans og ferðum í Ólafsfjörð. Margar fór hann fótgangangi sér til ánægju og eflingar. Einnig eru skemmtilegar lýsingar hans frá samskiptum við Strandamenn, en til þessara tveggja landsvæða á ég mest tengsl.
Í 11. kafla bókarinnar, Hrútasýningar eru skemmtilegar lýsingar. Ein er af hrútasýningu í Kirkjubólshreppi 1945. Þar segir svo frá hrútnum Spaki frá Arnkötludal.
"Í Kirkjubólshreppi voru sýndir margir framúrskarandi hrútar. Bestur þeirra og jafnframt kostamesti kollótti hrúturinn, sem ég hef séð hér á landi var Spakur Sigurðar Helgasonar í Arnkötludal. Hann var á sýningunni 6 vetra, vó 116 kg, hafði 120 cm brjóstmál og 27 cm breitt bak. Hann hefur óaðfinnanlegan vöxt. Hausinn er stór og sver, ennið breitt, snoppan sver, nasir víðar, varir þykkar og kjálkinn breiður, fæturnir eru fremur stuttir, mjög sverir og kjúkurnar sterklegar. Þeir eru beinir og vel settir þannig að gleitt er milli framfóta og afturfóta. Hálsinn er stuttur og sver og fyllingin framan við bóga ágæt, bringan breið og nær vel fram fyrir bóga. Herðar eru ávalar, bakið breitt, beint, sterkt og holdmikið. Síðurnar eru vel útskotnar og kjötfylling mikil aftan við bóga, malirnar eru breiðar og vel kjötfylltar, lærin þykk og lærvöðvinn þéttur". Síðan fjallar hann um annan hrút, Spak Magnúsar Lýðssonar á Hólmavík. "Hrútur þessi er smár en framúrskarandi þykkvaxinn og holdmikill, lágfættur og fríður. Augun eru óvenjulega stór og björt. Gefa þau hrútnum mjög þolslegan svip". (Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn. Skjaldborg 1997, bls 112).
Um þetta þarf ekkert frekar að segja, annað en dást að hve vel máli farinn og ritfær hann Hjörtur á Tjörn var. En fyrir mig þá er næsta mál á dagskrá að stofna þrýstihóp um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og þar verði byggt fjárhúsa og fjósahverfi. Um þetta ættu bæði höfuðborgar -og landsbyggðar íbúar að geta sameinast.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)