13. maí 2005

Íþróttamaður ársins


Íþróttamaður KR 2004-2005

Fréttir af fjölskyldunni. Hjörtur Már var í gærkveldi kjörinn íþróttamaður KR og skaut þá öðrum köppum félagsins, s.s. frægum knattspyrnuhetjum ref fyrir rass. Á heimasíðu KR stendur í í dag:

"Sundkappinn Hjörtur Már Reynisson var í kvöld útnefndur íþróttamaður KR fyrir árið 2004 á aðalfundi félagsins. Hjörtur Már hefur átt glæsilegan feril eftir að hann gekk til liðs við sunddeild KR og má segja að afreksferil sinn hafi hann kórónað á síðasta ári með því að vinna sér keppnisrétt á Olympíuleikunum".

Faðirinn er auðvitað afar stoltur af þessum árangri. Með þessari viðurkenningu fylgdi veglegur farandbikar, sem er gígantiskur að stærð. Hjörtur spurði víst hvort hann þyrfti að taka hann með heim, því óvíst væri hvort hægt væri að finna honum stað á heimilinu. Nú prýðir þessi risavaxni KR bikar stofuborðið.

Nú er þetta opinbert. Áfram KR.

3 ummæli:

Elísabet sagði...

Til hamingju með soninn Reynir, og mikið lifandi skelfing er hann myndarlegur!

huxy sagði...

já, hann er sko sætur, hann frændi minn, og þeir báðir. til hamingju, mái!!

ærir sagði...

Ég held bara að öll ættin sé svona.