24. maí 2005
Ilmreynir
Hélt uppteknum hætti á sunnudegi. Tek góð ráð alvarlega. Fór aftur út í náttúruna. Nú reið ég inn í Heiðmörk. Þar er gamall kofi upp í hlíð, hvers nafn gæti verið Jaðar. Undir brekkunni áðum við í sól og blíðu. Skuldin mín greip niður í grænu stráin og gladdist við að vera komin út í náttúruna. Ég gekk spölkorn að trjálundi og þar var skilti með upplýsingum. Ilmreynir. Þar voru ágætar upplýsingar um þetta merka tré sem var plantað við bæi til að halda burtu illum vættum. Reynir er tákn sakleysins stóð þar skrifað. Rétt mun það vera. Hægt er að nýta plöntna. Berin rauðu má nota í sultugerð og sumstaðar eru þau höfð í víngerð. Ég hef þó aldrei rekist á þann drykk. Blöðin voru einnig notuð til lækningar. Seyði af þeim var talið þvagdrífandi og styrkjandi. Nokkuð sem mætti kannski skoða betur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli