18. maí 2005

Ritstífla

Flögrar burtu fuglinn minn,
fæstir eftir taka.
Ef að flýgur aftur inn,
önnur kemur staka.

Önnur staka engin sást,
allir fuglar horfnir,
Ljóðið þetta líka brást,
líkt og skapanornir.

Ef að aftur eignast ljóð,
ekki má því leyna.
Rita mun á sagna slóð
síðan aftur reyna.

En ljóðið birtist langt og mjótt
líka svolítið snúið.
Nú er best að hafa hljótt,
held að það búið.

2 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Halur verður sorgmæddur að sjá frænda og vin í sárum ljóðsins. Halur minnist vel þess tíma er hann átti ferð um Vestur-Norveg og fór á salerni nokkurt í firði einum. Á litlum miða stóð eftirfarandi: "Jeg vil, jeg vil, men faar det ikke til". (aa=bollu-a!) Margir höfðu greinilega átt ferð þarna inn og kannski verið með stíflu. Óbrigðult ráð til Æris er eftirfarndi:
Gakktu út sólarmegin, horfðu til himins, horfðu á fugla og heyrðu þá syngja; hafðu með þér heimagert nesti og þá rúgbrauð með sméri og taðreyktum fiski. Þessi ferð og nesti mun bæta að fullu ritstíflu þína og gera þig glaðan að nýju (glaðari). Enn betra er að hafa nokkur rómantísk ljóð í farteskinu og lesa fyrir fuglana upphátt. Þú mátt alls ekki taka nein lyf frá auðvaldsfyrirtækjum. Þau valda smám saman örbirgð í heilavef.

Halur sendir Æri ambögu þessa til hughreistingar:
Þótt gleði ritstíflan rændi,
raunir burtu munu streyma.
Hugsar til þín Halur frændi,
heyrir fugla um þig sveima.

Ví,ví,ví, bí,bí, vúuuuuuuuuu

ærir sagði...

Seinheppni eltir mig. Hafði ritað langt mál og gáfulegt, og síðan kíkt á það undir preview og þá er þar takki sem segir, close this window. Hélt það myndi leyfa mér að komast aftur í megintexta til leiðréttingar á einstaka stafsetningarvillum. En þá hvarf allur textinn.

Mér líður eins og þeim sem misst hefur þann stóra. Skil nú veiðimenn.

Lærdómur: Lokið aldrei þeim gluggum sem standa yður opnir.