27. maí 2005

Kremaster

Vini mínum í norðuramti, þeim er lifir skírlífi á laun, er umhugað um kremastervöðva. Margt verður mér að innblæstri, en undirritaður veit lítið um antatomíu og sálarfræði þessa líkamshluta. Þó sendist norðuramtsins limruhöfundi og lífskúnstner þessar rímur, sem má kveða með þeim hætti sem hver vill. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.

Engin not ég af þér hef,
útí horni einn ég sef.
Kremaster og kvennaþref,
hvorugt lengi nú við tef.

Átti stundir uppi sveit,
ekki þar á konu leit.
Inn í gömlum grónum reit,
gekk þar fé og var beit.

Lögðust þau í lautu sátt,
lengi stóð en gerðist fátt.
Síðar hann þó dreymdi drátt,
dapurlega fékk það brátt.

Aftur stóð þar upp á hól,
út í vestrið hneig nú sól.
Áður haninn aftur gól,
aftur fór að kitla tól.

Mikið reyndi við master kre,
mátulega vildi hlé.
Vöðvi litli vesæll hné,
varla er nú hvorki né.

Langtum best í lífi skír,
lifa skaltu drengur hlýr.
Alltaf verður eins og nýr,
enda margt sem í þér býr.

1 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Lofgjörð þessi í sálmalíki nægir óbreyttum einmenningi margar sumarnætur og gæti jafnvel hindrað ómennskutilhneigingu aumingjans. Textinn minnir Hal á forna tíð er hann fékk að umgangast annað fólk og skepnur, en aldrei konur.
Hann mun geyma textann í holhöndinni þannig að hann haldist heitur milli þess sem hann stelst í kaldari drykki. Þvagveita hans hindrar geymlsu nærri spöng og kremaster.

Halur kvað:

Rímur þessar raula vil,
raunar vel að njóta.
Kremasternum koma til,
með kamparí og sóda.