20. maí 2005

Eitt gat enn....

syngist með eurovisionlagi siggubeinteins.

En puðið heldur áfram. Varð mér til lífs að fá frí í nokkra daga eftir fyrstu vikuna, og komast til Prag. Þar reyndar nokkuð puð við að komast á hótelið sem var í hárri hlíð sem þurfti að taka með áhlaupi. Eins gott að heilsuátakið var hafið.

En áfram er puðað, barist og blótað. Árangur að byrja að skila sér, með erfiðismunum í orðsins fyllstu merkingu. Kg ekki farin mörg, en aðrar staðaltölur heldur í rétta átt. 4% fita brunnin, og 3-6 cm hér og hvar. Belti um eitt gat. En betur má ef duga skal. Áfram skal haldið þó enn sé mótivasjón ekki mikil, en þörfin þeim mun meiri.

Kílo hafa farið fá,
en fita nokkuð brunnið.
Beltið mun mig brátt um ná,
býsna vel var unnið.

Sentímetrar síga á braut,
þó sjaldan margir í einum,
Hefur mikið þessi þraut,
þrekið bætt við meinum.

Engin ummæli: