30. maí 2005

Að ganga of langt

Þrír pistlar um göngur.

1. Í síðustu viku náði heilsurækt mín nýju hámarki. Fylltist ofurhug(rekki). Fór í leikfimi í hádeginu. Látinn púla með lóð, hamast á innanhús brennslutækjum og eyddi upp sem svaraði einu prinspólói. Síðdegis gekk í gönguklúbb einn, mætti kl 17.00 albúinn með göngustafi með dempurum, göngubuxum og hafði viðrað gönguskóna mína í nokkra daga og reynt að skrapa af þeim hrossaskítinn. Taldi mig í góðum félagsskap. Mætti í skíðaskálann í Hveradölum. Eitt epli meðferðis. En viti menn, byrjað var að bjóða upp á kaffi og með því. Þ.e. fræðslu orkuveitunnar um virkjanir á Hellisheiði. Athyglisvert. En svo rjómakaka og kaffi! Reyndi að fara pent i þetta. Síðan keyrt upp á útsýnisstaðinn og þeir áhugasömu gengu niður 100 m sem náðu niður að bílastæðinu. Hinir keyrðu aftur niður. Að lokum gengið að einni borholu sem var að blása úr sér. Loks gengið að bíl og ekki heim. Þarna var gengið of langt (eða skammt fyrir skammt (kökuskammt)).

2. Í síðustu viku hljóp í mig púki og upp kom fimbulfambavísa heldur klúr. Þar var gengið of langt yfir velsæmismörk.

3. Í hádeginu í dag átti ég að mæta í leikfimispúl. Mætti galvaskur á bílastæði musteris líkamans eins og stendur á skilti nokkru þar inni. En viti menn, engin íþróttaföt. Algjör gleymska og utanviðssigmennska. Ekki bara afsökun. Varð að fara inn og hitta einkaþjálfarann og segjast hafa gleymst dótinu. Minnti mig á þegar ég var í gagnfræðaskóla og var að læra gagnfræði. Verð að fara aftur síðdegis.

Engin ummæli: