11. maí 2005

Enn af sauðfé, Racka (rat-ska) kindur frá Ungverjalandi


Úr heimi erfðavísindanna.

Mutant of the month.

Nánar verður fjallað um horn þessarar sauðkindar, ef áhugi lesenda vaknar.

En Imre Festetics greifi í Ungverjalandi (1764−1847), mun hafa komið fram með þá kenningu að horn þessarar tegundar væru afleiðingar náttúrulögmála erfða og var þannig 47 árum á undan Mendel að koma með slíkar tillögur. Grein Festetics greifa birtist í Oekon. Neuigk. Vehandl. 1819 og var í bókasafni Brno (í Tékklandi), þar sem Mendel síðan starfaði. Engar vísbendingar eru til um að Mendel hafi lesið þessa grein, eða vísað í hana!

(úr nature genetics, apríl 2005)

4 ummæli:

Elísabet sagði...

afar athyglisvert að sjá kind með stífða slöngulokkana vísa í hánorður.

Halur Húfubólguson sagði...

Áttleysi, áttvilla, áttin norður eða suður, austur eða vestur verður erfið hér. Allar sveigjur, deviationes, deviatio penis, deviatio congenita, deviatio.........jafnvel á sauðkind eru áhugaverðar. Sumt af þessu hafa því miður efðavísindin lagt hendur sínar á og eignað sér og um leið hindrað skemmtilegar þjóðsögur eða munnmælasögur. Vinur Hals hefir á stundum handleikið (jafnvel meðhöndlað!) reðursveigjur sem bæði geta verið meðfæddar og áunnar; margar misjafnar sögur fara af þeim einstaklingum í gegnnum tíðina sem og væntanlega hinum fögru sauðum er ánægjulegt væri að fregna nánar af frá Æri og hans sérlegu "aðstoðarmönnum".

Elísabet sagði...

Deila um áttir er ævaforn
efasemdir rísa
ef mundar Halur sjónarhorn
í hánorður það vísar.

Nafnlaus sagði...

Hafði löngum á hornum sér,
Halur áttavita.
Hátt í norður handa þér,
heldur sínum bita.

Bitinn langi boginn var,
beindist út og suður.
Erfðagallann anginn bar
eins og annað duður.

----

Að höndla sveigju Halur kann
á hornum congenita.
En misjafna sögu munu um hann,
margar snótir vita.

(duður=slæðingur).