31. mars 2005

Magakveisur

Nú ganga magakveisur og mér nákomnir veikst.
Því er pistill dagsinn úr bréfi Páls til Tímóteusar 5:23.

"Noli adhuc aquam bibere, sed modico vino utere, propter stomachum tuum et frequentes tuas infermitates".

Sem útleggst á okkar máli:

"Ver þú ekki lengur að drekka vatn, heldur skalt þú neyta lítils eins af víni vegna magans og veikinda þinna, sem eru svo tíð".

Þetta lærði ég af afkomendum Sigga Bald., blessuð sé minning hans.

6 ummæli:

Elísabet sagði...

sennilega var þetta skynsamlegt ráð á dögum opinna holræsa, en varla hægt að hanga á því í dag..;)

Nafnlaus sagði...

og svo eru menn í ræsinu sem drekka of mikið. Er það ekki.

Elísabet sagði...

það er auðvitað spurning hvað maður teygir .."skalt þú neyta lítils eins af víni" langt (gæti það t.d. verið oft og mörgum sinnum á klst. lítið vín í einu?). mögulega gæti það komið manni í andlega ræsið (opið eða lokað).

Nafnlaus sagði...

Er þjóðráð að þamba
við þrautum mínum,
eða fimbulfamb
frá magapínum?

Nafnlaus sagði...

Halur þekkir vel ræsið og enn betur ambögur, hvað þá þetta úrkast:

Drekka skaltu drengur veikur,
dreggjar góðar.
Maður verður margur keikur,
maginn óðar.

Halur Húfubólguson sagði...

Halur þekkir vel ræsið og enn betur ambögur, hvað þá þetta úrkast:

Drekka skaltu drengur veikur,
dreggjar góðar.
Maður verður margur keikur,
maginn óðar.