Á Tvídægru lögðu og teymdust vel hestar,
en týndir í þoku, raunirnar mestar,
þola þeir máttu er nálguðust pytti,
og þrautirnar margar er sukku í mitti.
Um flóana bárust en færðust að landi,
hjá fellinu slétta, þá jókst aftur vandi.
Því áttirnar allar þær vísuðu niður,
en aldrei skal falla er íslenskur siður.
18. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þessi er afbragð hjá þér, en einhvernveginn (mis)minnir mig að Ærir hafi fallið af baki með stíl í vetur, reyndar ekki á eigin hesti heldur einhverjum kappsfullum og stjórnlausum, og vegna þessa falls þurft að taka sér veikindadaga í vinnu. Þetta er örugglega ekki rétt enda minni mitt ekki alltaf áreiðanlegt. Kata
Skrifa ummæli