18. mars 2005

Á Tvídægru.

Á Tvídægru lögðu og teymdust vel hestar,
en týndir í þoku, raunirnar mestar,
þola þeir máttu er nálguðust pytti,

og þrautirnar margar er sukku í mitti.
Um flóana bárust en færðust að landi,
hjá fellinu slétta, þá jókst aftur vandi.

Því áttirnar allar þær vísuðu niður,
en aldrei skal falla er íslenskur siður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi er afbragð hjá þér, en einhvernveginn (mis)minnir mig að Ærir hafi fallið af baki með stíl í vetur, reyndar ekki á eigin hesti heldur einhverjum kappsfullum og stjórnlausum, og vegna þessa falls þurft að taka sér veikindadaga í vinnu. Þetta er örugglega ekki rétt enda minni mitt ekki alltaf áreiðanlegt. Kata