3. mars 2005

Verkjameðferð

Eftir umfjöllun um verkjameðferð og þann óskunda sem ópíataplástrar valda alverkja fólki. Þess í stað eru boðið upp á HAM (hugræna atferlismeðferð).


Með bakið í verkjum ég volandi grét,
og vildi þá lækningu hljóta,
að plástrarnir deyfðu, en læknirinn lét
í leikfimi heilsubóta.

Í teymisvinnu og tækjasal,
ég taumlaust við verkina glímdi.
Með tárin í augum ég tókst á við raun,
í tilvistarkreppunni hýmdi.

Á taugum er búin og bið þess svo heitt,
að bakstrarnir verkina lini.
En lengi má bíða að lyfin ég fái,
frá læknunum Ingólfi og M. Ólasyni.


Viðbót frá kollega okkar L.G.

Í sjúkraþjálfun sundur kraminn,
Og sundleikfimi áfram laminn,
Svo verkjaskrattinn verði HAMinn,
Vúdú er hér á mér framinn.

Svar frá M.Óla.

Fjandans verkir kroppa kvelja
kvartar og kveinar þjóðin löt.
Ykkur þýðir ekki að selja
ofurplástra og ópíöt.

Búir þú við vol og víl
í - verkja- lífsins glímu.
Fermetrar af Fentanýl
fylla þig bara af vímu.

Engin ummæli: