15. mars 2005

Fuglavinir

Þessa góðu sögu fékk ég senda, en þar sem hún er að norðan vil ég koma henni á framfæri. Enda fátt annað að skrifa.

Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Kristján Einarsson frá Djúpalækvoru vinirog báðir landsþekktir hagyrðingar. Þegar þessi saga gerðist bjuggu þeirbáðir á Akureyri.Eitt sinn var Einar úti á göngu að vetrarlagi og gekk þá fram ásnjótittling sem lá íöngviti á jörðinni. Hafði sennilega flogið á snúru. Hann tók fuglinn upp ogfann að hjartað sló svo hann fór með hann heim til sín. Fuglinn hresstistbrátt og fann Einar þábúr og setti fuglinn í það og kom búrinu fyrir í stofuglugganum. Þegar hannvar að bjástra við að koma búrinu fyrir í glugganum gekk Kristján fráDjúpalæk fyrir gluggann og sá hvað hann er að gera. Hann orti vísu og sendiEinari.

Einar greyið ýmsar raunir hrjá
ekkert má skáldið hugga.
Inni í stofu tyllir sér á tá
með tittlinginn úti í glugga.

Einar vildi ekki láta Kristján eiga neitt hjá sér og sendi vísu til baka.

Elsku vin ég aumka en skil
öfundina þína.
Þú átt engan tittling til
sem tekur því að sýna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur sér sannanir fyrir því á degi hverjum sem og af þessum skrifum og vísum, að lítið hafa mennirnir breyst frá öndverðu; reðurhugsjónin er og verður þeim töm, þrátt fyrir að margar kerlur séu tregar í taumi. Í veðri því sem nú er norðan heiða yrði reðursýn fögur mjög á móti suð-vestri, jafnvel fegurri fjallasýn. Ærir þyrfti að vera við gluggann norðan heiða í dag, svo miklar sögur fara af reðurhluta hans; margar sögur munu vera til af honum úr reiðtúrum, þar sem eigi hefur mátt sjá mun á honum og folaherslu. Mikil mun öfund margra lítilmenna vera í garð hans, enda höfðingi þar sem hann hefur vetursetu syðra.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Ég minnist beggja þessara heiðursmanna með gleði í hjarta. Ég sé Einar fyrir mér útí glugga í húsinu sínu á horninu á Byggðavegi og Þingvallastræti með pípustert í munni bagsandi við fuglabúrið. Framhjá gengur Kristján frá Djúpalæk, einnig með pípu og svartan hatt á höfði, á leið sinni útí þorp. Báðir virtust þeir alltaf þungt hugsi, örlítið utanviðsig, raulandi, glaðlegir og alltaf gangandi. Annar langur og mjór, hinn stuttur og snaggaralegur. Höfðingjar báðir tveir og miklir andans menn, en hvorugan þekkti ég, svo allt eru þetta minningar og áhrif sem lítil stelpa á Akureyri sá og heyrði hér fyrir margt löngu.