Segir nú frá því þegar Finnur reið á undan að Saltnesál á Löngufjörum og festi Illuga í sandbleytu. Var það skelfilegt.
Er fram sóttu knapar að Saltnesáli,
söguna geymum í bundnu máli.
fákurinn prúði er fullhugan bar,
festist í bleytu á sandinum þar.
Höfðinu draup en hetjunar tak
hífði upp klárinn, þá brá sér á bak
Illuga-bróðir er barðist á Fjörum,
og bjargaði fáki með handtökum snörum.
Lífgjarn var fákur og léttur bar knapa,
launaði greiða svo margfallt til baka.
Leikur í taumum er líður að vori,
lyftir hátt fótum, greikkar úr spori.
Sumrinu fagna, - þeir félagar bíða,
ferða um sveitir, um grundina líða.
Trúr reynist klárinn og knapa geymir,
traustur í lund og engu því gleymir.
23. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli