16. mars 2005

Fjólur framsóknar

Þessi vísa barst norðan af Vatnsnesi og er nokkuð komið til ára sinna, en sýnir að oft hefur verið vegið að madömunni, í ljóðaformi og saga sýnir að hún stendur allt slíkt af sér. Til útskýringar má geta að kvæðið var ort á tímum þegar Valtýskan var uppi, en nýlega kom út ævisaga þessa merka manns. En fjólur eru bláar og Valtýskar (þ.e. Valtýr yngri).

Engin tól til úrlausnar,
þótt ylji sólin strindi,
þegar fjólur framsóknar
fölna í gjóluvindi.

Engin ummæli: