18. mars 2005

Darraðardans

Á móálóttum klár og merarsyni,
mættur var víkingur af sterkara kyni,
um sveitir reið sá glæsti knapi.

Skáldfáksins vinur, ei angurgapi,
en ef hnakkinn ei girðir á geltum fola,
skal glerhálan ísinn á foldinni þola.

Því trylltur varð drösull, í dansinum lenti,
og darraðans folinn af baki mér henti.

Engin ummæli: