10. mars 2005

Framsækni

Fyrir hvað stendur framsókn nú,
frómir spyrja gestir.
Hagsmuni og hægri snú,
halda landar flestir.

Ánauð mikil mætir þér,
mæraþjóðin bljúga.
Framsókn hefur fengið sér,
fylhryssu að sjúgja.

Kvótanum þeir komu í bú,
kámug er nú daman.
Horfin er því hugsjón sú,
að halda skildi saman.

Helmingaskipti hefur stutt,
og herðir fast í greipum.
Hefur þjóð til heljar flutt,
heldur fast að keipum

Á efstaleiti uppi stóð,
og inn í ráð var settur.
Siðlaus var hann sonur þinn,
sýndist lítill klettur.

Þetta lýðnum þóknast má,
því er ver og miður.
Allar leiðir eru þá,
til andskotans og niður.

Ef á Þingi þekkið sið,
þurfið vart að bíða.
Þessa skálka þurfum við,
þegar í stað að hýða.

Upp skulu rísa allir menn,
ekki burtu lítum.
Því í tíma tökum senn,
trúðana og snýtum.

Engin ummæli: