Þá er búið að þjálfa blessaða hestana. Þetta ætlar að verða ótrúlega mikið hestasumar. Búinn að vera meira eða minna á hestbaki eða hestastússi síðan 7. júlí. Síðastliðin helgi var votviðra- og vindasöm og þá daga var riðið út um miðnætti, þegar vind lægði og stytti upp. Þess á milli hef ég verið að glugga í bókina Íslensk ritsnilld.
Á sunnudaginn tókst mér að teyma og hafði þrjá til reiðar. Það var ótrúlega skemmtilegt og ég fílaði það í botn eins og sagt er. Mér er að fara fram held ég barasta og hestarnir eru nú komnir í ágætisform og tilbúnir í Löngufjöruferðina á föstudaginn. Þeir fá hvíld þangað til. Ætli ég dundi ekki við að yfirfara reiðtygi og liggi í sólbaði og lesi eitthvað mér til skemmtunar. Kannski ég leggi í að halda áfram með tamningar á móálótta klárnum mínum, honum Greifa. Hann á að fá að fara með í ferðina. Hlaupa frjáls í stóðinu.
18. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli