4. júlí 2006

Dularfull skilaboð

Í gær fékk ég dulafull skilaboð frá vini mínu. Hann sendir oft stutt skeyti í tölvupósti, oftast eitthvað hnittið sem sem hann rekst á og deilir með vinum sínum. Í dag kom póstur, alvöru póstur. Með póstberanum. Stutt dularfull skilaboð fylgdu með, - ráðgáta en hann hefur einstaka unun af slíku.

Dear Icelanders ......
I hope that you will not think I am generous until you have heard the enclosed CD. I have not yet heard my copy nor have I heard my spare copy. After 24 years I own it! So listen ..... and wonder why!
Spent I week alone in Prague at ........ very tiring, good food, .... and stayed in Mariott Hotel. Exhausting. Smelly. Touristy. And saw three females of my height!

Wishes (Best).
Sign


Nú veit ég í hvað sumarfríið fer hjá mér. Ráða dulmál vinar míns. Rýna í skeytið. Hlusta á 10 lög á 24 ára gamalli plötu sem nú hefur verið gefin út á CD diski. Já og lesa blaðsíðuna úr Guardian sem hann vafði utan um diskinn. Það er aldrei að vita hvar vísbendingar leynast hjá honum.

Engin ummæli: