Sváfum út á öðrum degi, vorum lengi að í gærkveldi og hópurinn að kynnast. Fór að sofa um kl 3 eftir góða ferð í Hjörsey. Í dag var farið af stað um hádegi og riðið með vegi frá Álftárósi að Stóra-Kálfalæk. Í gær teymingaferð en í dag allt stóðið tekið og því mikilvægt að hafa eitthvað aðhald af girðingum eða vegum til að láta það lesta sig og láta hestan venjast hver öðrum. Leiðin var stutt, rétt um 20 km. Við áðum á nokkrum stöðum m.a. við Akra á Mýrum (sjá mynd) og komum svo hestunum fyrir í hólfi hjá Sigurði á Stóra-Kálfalæk. Allt gekk þetta að óskum.
Hófur minn tilbúinn til brottfarar. Hér fylgist hann athugull með stóðinu í girðingunni og bíður spenntur eftir næsta áfanga. Hann eflist með hverju árinu sem líður. Hann er góður ferðafélagi. Svakalega traustur, yfirferðarmikill og viljugur.
22. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli