25. júlí 2006

Skógarnes og Æri-Tobbi

Rakst á að samferðarmaður minn úr ferðinni bloggar líka reglulega og heldur úti daglegum pistlum. Þar má líka lesa um ferðina okkar á Löngufjörur (http://www.jonas.is/); hann er enn á ferðalagi með hópnum, en ég þurfti að druslast heim í vinnu. Næ þó að ríða með þeim á laugardaginn að Búðum á Snæfellsnesi.

Að kvöldi fimmta dags ferðalagsins. Við komum heim að Skógarnesi og skildum hestana eftir í haga hjá Trausta bónda og hans fólki. Í Skógarnesi bjó á 18 öld Æri-Tobbi (Þorbjörn Þórðarsson f.ca 1700) og hér hef ég fundið til nokkrar vísur eftir hann:







Vísur eftir Æra-Tobba, :


Veit ég víst hvar vaðið er,
vil þó ekki segja þér.
Fram af eyraroddanum,
undan svarta bakkanum.
---
Inna vildi ég með orðum frá
en ekki spé.
Hæsings vindur og hæsings hlé
æstu maður og he he.

Happra vappra vigra kló
ég dró hann upp í miðjum sjó.
Hikkjum bikkjum hræfra lax
þótti þér hann ekki vera til gagns.

Loppu hroppu lyppu ver
lastra klastra styður.
Hoppu goppu hippu ver,
hann datt þarna niður.

---
Þambara vambara þeysingsprettir
Því eru hér svona margir kettir?
Argara gargara yndisgrænum
Illt er að hafa þá marga á bænum.
---
Argara-sargara úrarum,
aumt er að búa í Flóanum.
Þambara-vambara þeysum skrið,
þó er enn verra Ölfusið.
---
Umbrum brumbur og ambrum bramb og axindæla.
Skrúfara rjúfara skrokk í væla.
Skrattinn má þeim dönsku hæla.

---
Ævin teygist eins og spjör.
Yndislok í heimi
hægt er að þreyja, haddavör.
Hvað á að segja gaddabör?
---
Umbrum bumbrum hrævra hross
hér eru menn á eftir oss.
Umbrum bumbrum hrævra hre
hverjir ætli þetta sé.

Engin ummæli: