það viðrar varla til útivistar í dag við Rangárbakka. Fer samt kannski austur í reiðtúr þegar líður á. Í dag er eiginlega hvíldardagur og tími vangaveltna og leikfimi líkama og hugar.
Í dag er þjóðhátíðardagur Frakka. Minnir mig á það að ég þarf að panta einhvern tímann gistingu, etv í haust á Hótel des Marronniers, 21 rue Jakob í 6. hverfi. Herbergi á efstu hæð með útsýni yfir rauðbrúnu þökin yfir að St-Germain-des-Pres. Morgunverður í litla bakgarðinum, cafe latte úr skálum en ekki bollum. Flóuð mjólk og franskt kaffi með croissants. Um kvöldið borð hjá Claude Terrail (sem er reyndar nýfallinn frá) á Tour d'Argent á Qui de la Tournelle við Signubakka. Þar bíður Canard au sang (blóðönd) ein þekktasti réttur Parísar.
Máltíðir á litlu útiveitingahúsunum með köflóttu dúkunum og kertaljósunum við þvergötu rue Jakob, t.d. rue des Saint Peres eða rue St. Benoit. Kaffi á Deux Magots og ostrur á Flore sem eru steinsnar í burtu. Ráfa um bókabúðir og gallerí á rue Jakob og rue St-André-des Arts og líða yfir Signubrúna Ponts des Arts að Louvre safninu.
Halda síðan suður að Eyjahafi í haustsól í nokkra daga, - með hugmyndir einar að vopni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ertu nokkuð lagstur út eins og Eyvindur? Eg fékk nettan hroll þegar ég las um ólívurnar ojojoj,það er nú hægt að færa þér beinastrjúg og tros svo þú horfallir ekki.Annars skilst mér að þeir sem komnir eru af sauðaþjófum í langfeðratali geti bjargað sér og hafi góð hold til að lifa af þónokkur harðindi.Það er gott að hafa góð gen og holdafar að vestan. Njóttu verunnar þarna í Guðs grænni náttúrunni undir logageislum kvöldsólarinnar.Niðurrignd systir í stórborginni.
Skrifa ummæli