24. júlí 2006

Gamlaeyri og Saltnesáll

Við héldum áfram að fylgja leið Þórðar kakala á fjórða degi ferðarinnar. Nú var haldið frá Snorrastöðum sem standa í skjóli Eldborgar á Mýrum út á Löngufjörur. Fyrsta meiriháttar vatnsfalli er nú á leið okkar. Saltnesáll sem kemur úr lindum í Eldborgarhrauni og er svo breytilegur hverju sinni að leita þarf vaðs á honum. Þórður hefur hinsvegar sullast á sundreið yfir hann.

Í þetta sinn var stórstraumsfjara og lítið í álnum og hann enginn fyrirstaða. Héldum við síðan beint út á Gömlueyri í glampandi sól. Gamlaeyri var áður þekktur rekastaður og mörg skip hafa strandað þar á síðustu öld, einkum erlend fiskiskip. Eyrin er 5 km löng og þar þeyttust hestar áfram. Framundan blasti við Snæfellsnesið og jökullinn skartaði sínu fegursta.

Stóðið fylgdi vel og hélt saman. Við í forreiðinni náðu talsverðu forskoti og urðum að hægja á hestum okkar sem höfðu spennst upp í vilja og gleði að þeytast um sandana. Sumir réðu sér ekki fyrir kæti og brugðu á leik.




Aðrir kusu að ríða í eigin heimi í fjöruborðinu.

Engin ummæli: