Stundum verða á vegi manns háir múrar, suma hverja reisir maður sjálfur. Kannski flesta. Oft finnst manni þeir óyfirstíganlegir. Svo háir að fuglin fljúgjandi kemst ekki einu sinni yfir þá. Var það ekki þannig í ævintýrunum.
Í dag tókst mér að klifra yfir eða brjóta niður einn múr, - kannski tvo af mínum eigin.
Tókst að hlaupa (skokka) í eina klukkustund samfellt. Það hljómar kannski ekki svo mikið afrek þegar margir vinir mínir hlaupa maraþon, mörg maraþon, laugavegi og langleiðir. En fyrir mig var þetta nokkur áfangi. Ég fékk ekki hjartaáfall, ég hneig ekki niður í aðsvifi og komst alla leið. Náði markinu. Eina sem var, að ég var með hjartslátt. Þægilegan hjartslátt. Fann þegar á leið hvernig vinstri fóturinn á mér varð bara, - svei mér þá léttari.
Svona er það með múrana, - suma reisir maður sjálfur. Suma fær maður óumbeðna hjálp við að reisa og oft án þess að taka eftir múrsteinunum sem hlaðast upp einn af öðrum allt í kring. Stundum hleður maður múra til að halda öðrum úti, en þá gleymir maður oft að um leið lokar maður sig inni.
Í kvöld líður mér vel, - með eymsli á réttum stöðum.
5. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
cool, eins og unglingarnir segja,haltu áfram á sömu braut. Ég lít upp til þín.Ketta
Skrifa ummæli