Í dag föstudaginn 21. júlí hófst hestaferðin á Löngufjörur. Flest andlit ferðafélaganna voru vel kunnuguleg úr fyrri ferðum. Ferðin hófst við Álftarárós á Mýrum undir leiðsögn Einars bónda. Hjörsey og Hjörseyrarsandur eru eyjar sem eru landfastar á fjöru. Við urðum því að sæta sjávarföllum og hófst ferðin kl 21. Þetta varð því sannkölluð miðnæturreið. Hjörsey var kirkjujörð, flatlend og grasgefin. Útræði var gott og mikill reki. Skipströnd voru tíð. Grunnpunktur landmælinga við Íslands var til langs tíma í Hjörsey. Á myndinni er Skuld sú ljósfexta og Flygill sá dreyrrauði.
Við vorum komin í hnakkinn, þrettán saman ásamt bónda og fylgdarliði hans á tilsettum tíma og riðum í kvöldkyrrðinni út að fjöru og biðum þar skamma stund og héldum svo út á förurnar og var talsvert busl. Á þessari leið þurftum við að teyma hesta til skiptanna og reið ég Skuld og teymdi Glóa og Hóf. Gekk það eins og í sögu. Riðum við út í Hjörsey og á söndunum var hleypt. Fórum hring um eyna og áðum þar góða stund. Flygill missti skeifu og þrufti að járna hann upp á nýtt. Á heimleið var farið að falla að og vatn orðið nokkru dýpra og vel upp fyrir kvið á hestum. Túrnum lauk um kl 1 um nóttina.
Á neðri myndinni er leiðin frá Álftarósi út í Hjörsey sýnd og einnig leiðin frá Álftárósi fram hjá Ökrum í átt að Stóra-Kálfalæk sýnd.
21. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Lesa má skemmtilegar lýsingar á fyrstu teymingarferðum Æris í bloggfærslu hans frá 7. ágúst 2005 (http://aerir.blogspot.com/2005/08/haustfer.html)
Skrifa ummæli