13. júlí 2006

Hjá fljótinu

Þar sem ég bý núna í Mýrarsundi við Kaldbak á Rangárbökkum ytri, varð mér hugsað til eins af uppáhaldsljóðum mínum, þegar ég horfði út yfir Rangána í dag. Áður hafði ég risið árla úr rekkju og hafði lokið við tvo langa og harða reiðtúra, enda hrossin að komast í æfingu.

Já ég sat og horfði út um gluggann á tjaldvagninum, og það snarkaði í Tattoria gasofninum, þegar ég rifjaði upp ljóð Hannesar Péturssonar frá 1953; Hjá fljótinu:

Þau stóðu þar sem þaut með björtum lit
hið þunga fljót og horfðu í vatnsins strengi
og heyrðu að sunnan sumarvinda þyt
um síki og engi.

Og armlög þeirra minntu á fyrsta fund
þó fölur beygur hægt um sviðið gengi
er laut hann höfði og sagði í sama mund:
Veiztu hvað gleðin tefur tæpa stund
en treginn lengi.

1 ummæli:

ærir sagði...

úr ljóðabókinn Hjá fljótinu. Hannes Pétursson,(Ljóðaúrval) Iðunn, Reykjavík 1995