Það ætlar að rætast úr sumrinu, þó veðrið sé íslenskt.  Alla daga ríð ég út.  Er í þjálfunarbúðum. Kom tjaldvagninum fyrir í Rangárþingi ytra, sl föstudag og járnaði (jæja eða lét járna) hestana fimm.  Bý því nú á bökkum Ytri-Rangár.  Hef hestana þar á beit hjá sóma hjónum. Þarf að þjálfa gæðingana fyrir stóru ferðina í lok mánaðarins.  Kemst reyndar bara í hana hálfa, en hvað um það.  Allir þessir útreiðadagar bæta það upp.  Hef reyndar bara sofið tvær nætur í vagninum, en hann er notaður sem bækistöð engu að síður og þar má hita tevatn á milli ferða. Nærist annars mest á olívum þessa daganna. Fékk uppskriftina hjá vinkonu minni, sem býr í næsta tjaldvagni. Þeirri sömu á gaf mér uppskriftina að grafinni gæs.  Það er varla að ég leggi í að birta þessa.  En mæli með henni:
Margar olívur (skolið saltvatn vel af)
1 dl. olía
4 mtsk balsamik edik
4 lauf hvítlaukur (má vera meira)
1 tsk oregano 
salt og pipar eftir smekk.
Öllu blandað vel saman og látið marinerast (og í friði; sem er erfitt), þar til tilbúið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli