 Glói og unghesturinn Greifi bíða ferðar. Glói sá ljósfexti og blesótti er með stærstu hestum landsins.  Greifi sá móálótti var í sinni fyrstu ferð og fékk að hlaupa frjáls með.
Glói og unghesturinn Greifi bíða ferðar. Glói sá ljósfexti og blesótti er með stærstu hestum landsins.  Greifi sá móálótti var í sinni fyrstu ferð og fékk að hlaupa frjáls með.Á þriðja degi fórum við Akraós yfir Hítará og síðan út í Kaldárós, þar sem Þórður Kakali komst naumlega undan Kolbeini unga út á Löngufjörur, þannig að Kolbeinn sat eftir á aðfallinu. Kolbeinn hafði frétt af 200 manna liði Þórðar í Skálholti og hugðist sitja fyrir honum í Borgarfirði. Hann safnaði 700 manna liði í Skagafirði og til að fara yfir Tvídægru um hávetur og hreppti stórhríð og lenti í hrakningum og missti marga menn. Þórður slapp undan honum við Hvítá. Á leiðinni til Helgafells við Stykkishólm riðum menn Þórðar einhesta um 200 km leið á rúmlega 30 klst, enda um líf og dauða að tefla.
 Við fórum hægar yfir.  Hítará var ekki mikil fyrirstaða en heldur meira vatn í Kaldárósi.  Stóðið hafði nú ekki aðhald af girðingum en lestaðist vel. Riðið var hratt yfir sanda heim að Snorrastöðum.
Við fórum hægar yfir.  Hítará var ekki mikil fyrirstaða en heldur meira vatn í Kaldárósi.  Stóðið hafði nú ekki aðhald af girðingum en lestaðist vel. Riðið var hratt yfir sanda heim að Snorrastöðum.
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli