Glói og unghesturinn Greifi bíða ferðar. Glói sá ljósfexti og blesótti er með stærstu hestum landsins. Greifi sá móálótti var í sinni fyrstu ferð og fékk að hlaupa frjáls með.
Á þriðja degi fórum við Akraós yfir Hítará og síðan út í Kaldárós, þar sem Þórður Kakali komst naumlega undan Kolbeini unga út á Löngufjörur, þannig að Kolbeinn sat eftir á aðfallinu. Kolbeinn hafði frétt af 200 manna liði Þórðar í Skálholti og hugðist sitja fyrir honum í Borgarfirði. Hann safnaði 700 manna liði í Skagafirði og til að fara yfir Tvídægru um hávetur og hreppti stórhríð og lenti í hrakningum og missti marga menn. Þórður slapp undan honum við Hvítá. Á leiðinni til Helgafells við Stykkishólm riðum menn Þórðar einhesta um 200 km leið á rúmlega 30 klst, enda um líf og dauða að tefla.
Við fórum hægar yfir. Hítará var ekki mikil fyrirstaða en heldur meira vatn í Kaldárósi. Stóðið hafði nú ekki aðhald af girðingum en lestaðist vel. Riðið var hratt yfir sanda heim að Snorrastöðum.
23. júlí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli