
Á þriðja degi fórum við Akraós yfir Hítará og síðan út í Kaldárós, þar sem Þórður Kakali komst naumlega undan Kolbeini unga út á Löngufjörur, þannig að Kolbeinn sat eftir á aðfallinu. Kolbeinn hafði frétt af 200 manna liði Þórðar í Skálholti og hugðist sitja fyrir honum í Borgarfirði. Hann safnaði 700 manna liði í Skagafirði og til að fara yfir Tvídægru um hávetur og hreppti stórhríð og lenti í hrakningum og missti marga menn. Þórður slapp undan honum við Hvítá. Á leiðinni til Helgafells við Stykkishólm riðum menn Þórðar einhesta um 200 km leið á rúmlega 30 klst, enda um líf og dauða að tefla.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli