25. ágúst 2005

Tröllaskagi

Á heimasíðu nytjaland.is má sjá þrívíddarmyndir af Tröllaskaga. Að ofan er Eyjafjörður með Hrísey og þar upp af Svarfaðardalru. Þá Ólafsfjarðarmúli. Handan hans er Ólafsfjörður á milli hárra fjalla og skaginn á milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar sem nú á að fara að bora í gegnum. Þar á annesjum eru Hvanndalir og Sýrdalur.

Hér að neðan er svo horft ofan á Ólafsfjörð (th) og Héðinsfjörð (í miðri mynd). Dalirnir á annesjum sjást vel.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tignarlegt er að horfa úr lofti á Tröllaskagann, ert þú nokkuð með heimþrá? það gránaði í fjöll í nótt sem leið og ég sem á eftir að tína berin, kannski þú komir og tínir með mér þegar styttir upp.Það er talið gott að marinera lambakjöt með berjum sem týnd eru á Tröllaskaga. Kv til Þorbjargar