30. ágúst 2005

Der Neue Übermensch

Nú mun tími Metroman(sins) vera úti. Hann er útdauður eins og dinosár. Ég hélt ég og synir mínir væru að breytast í metromen. En sú týpa þótti víst of feminin, -þó skyldi haldið í ýmsa þætti svo sem að vera tilfinningavera og taka þátt í hugmyndaheimi kvenna og leggja hönd á plóginn heima við. Masculin útgáfa metromansins er kölluð hinn nýji Übermensch. Ekki er alveg um týpu Nietzsche(s) að ræða ef ég skil hugmyndafræðina rétt, heldur sambræðrðslu af karlmannlegum og hetjulegri ímynd hans og metromansins. Þ.e. svona kvenleg útgáfa af Übermensch. Skyldi ég vera að breytast í hinn nýja Übermensch?

En hvað þarf til?

Eiga bílskúr, sem er snyrtilegur en með þungavinnnutækjum s.s. höggbor og hjólasög (metromaðurinn á bara snyrtilegan bílskúr, konan kann á verkfærin og kaupir bílinn sem er á hennar nafni).
Stunda veiði í kulda og með króknaða fingur en geta eldað og framreitt sjálfur dýrindismáltíð úr hráfefninu (metromaðurinn fer ekki í veiðiferðir og lætur sér ekki verða kallt á puttunum sem eru vel snyrtir eftir mánaðrlegt manucure. Hann eldar flestar máltíðir).
Geta gert við þakskeggið og rennurnar en vera jafnframt snyrtilegur til fara (metro er bara snyrtilegur til fara og notar rakakrem á andlitið fyrir svefn).
Kunna að baka brauð en nota rúllupylsu sem álegg (metro bakar brauð og notar rifsberjasultu).
Fara reglulega til rakara, en samt að vera úfinn og með brodda eða skegghíung (metro notar gel).
Kaupa rándýra (merkja) skó sem líta út eins og séu slitnir og má ekki nota leðurfeiti á (metro notar skóáburð á alla skó, oft).
Eiga byssuhólk sem er gljápússaður en aldrei notaður (metro á ekki byssu en á hinsvegar hárblásara).
Setja niður haustlauka en segjast bara slá garðinn og vita hversu mörg hestöfl sláttuvélin er (ef ekki er um gömlu rúlluvélina að ræða sem er toppurinn). (metro setur niður sumarblóm og haustlauka, konan slær garðinn og ber á pallinn)

Hvað meira, hvað meira......
Hvernig get ég orðið Der Neue Übermensch!

Hjálp!


PS. fann eftirfarandi vísu á vef Hals Húfubólgusonar, goða í Stærra Eyjafjarðargoðorði:

Mín að telja afrek öll
ekki er nokkur vegur.
Ég hef ístru, ég hef böll,
ég er guðdómlegur.

Því get ég bara svarað svona ófullkomlega:

Nú skal böllinn bráðum herða,
beran í vatni köldu.
Er ég kannski að konu verða,
að kynfærinu frátöldu.

að íhuguðu máli ætti síðasta línan auðvitað að vera

að kynfærinu meðtöldu.

2 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Enn og aftur koma í ljós vandræði Æris þar eð hann er hættur að kæla reður í köldu vatni reglulega. Kuldi minnkar suma en stækkar aðra. Köld áin eða vatnið mundi gera Eri að glæsilegri konu. Margir eiga erfitt með gera upp við sig hvort þeir séu karl eða kona.

Halur kvað:
Kannski er hann kerling að verða,
kvenlegur með böll.
Brátt vildi bósinn jarlinn herða
Ef byðust meyjarspjöll.

Nafnlaus sagði...

Um skáld þetta myndi ég segja:

Heyrði ég um víðan völl,
vart var hlátur tregur,
er sáu menn á Braga böll,
sem býsn var ræfilslegur.

kkv/MÓla