10. ágúst 2005

Kengur

Varla sést hér vinur lengur,
veit þá alla flúna á brott.
Sit hér eins og kraminn kengur,
kannski veit það bara á gott.

Upp mun næstu skriðu skríða
skrambi er ég í fínu formi
Horfi yfir foldu fríða
fallega urð hjá lagarormi


Í ullarsokkum innstum klæða
upp mun alla tinda klífa.
Læt ei brattar hlíðar hræða,
hátt á toppinn brátt mun svífa.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sætuur!

Halur Húfubólguson sagði...

Mynd þessi minnir á enskan hefðarmann, jafnvel skoskan þar eð hann á ekki hnésokka; sjálfsagt kemur sparnaður þar inní eftir kaupin á vagninum. Engir burðarmenn sjást þó á myndinni.