23. ágúst 2005

Í stuði með Guði

Fór á magnaða fjögurra klst tónleika í gærkveldi. Matteusarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach í Hallgrímskirkju. Píslarsaga krists í tónlist og texta, reyndar á þýsku. Þýðingar sem fylgdu með voru ekki síður listasmíði. Á meðal flytjenda voru tveir úr fjölskyldunni. Svili minn sem söng Pontefix (æðsta prestinn) og Pílatus og stóð sig afbragðs vel og svo mágkona mín sem er í Mótettukórnum. Afar minnisstæðir tónleikar. Í kvöld er svo hægt að fara og sjá kvikmyndir Tarkovskis.

Engin ummæli: