3. ágúst 2005
Járningar - vonbrigði
Járnuðum í dag þá félaga Glóa sem enn var skólaus, Skuld sem var með hringlandi skeifur og Flygill sem hafði allt fast en sló saman á brokkinu. Hófur enn vel járnaður og sleppt í þetta sinn. Fengum fréttir í gær að Lagagígaferð væri flautuð af vegna einhvers misskilnings hjá leiðsögumanni og húsráðanda á Fossi. Hvað er nú til ráða?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
legg til að þið farið norðurleiðina þó hún sé ekki eins dulúðug og austurleiðin,en á móti er í boði margar tegundir af fiski á fiskideginum mikla,skemmtun í meyjafansi á Aðalgötunni,líka er í boði beinastrjúgur og tægja þar. Ekki væri verra að fá að berja augum gersemina sem þið hjónin notið til ýmis brúks á langferðum.Til hamingju með gripinn.
Skrifa ummæli