4. ágúst 2005

Heimskringla-Kaldbakur

Þrátt fyrir bakslag hefur nú nýtt plan verið að þróast. Í stað ferðar um slóðir Skaftárelda og hlaupa í jökulám verður haldið á Rangárvelli. Þar hafa merkir menn búið og fæðst.

Í gærkveldi fórum við hjónakornin yfir í Heimskringlu-Stærra-Skálholt og hugðumst prófa járnin. Þar hafði mikið rignt og þrumuveður. Því lögðum við ekki í að leggja á hestana sem horfður undrandi í allar áttir og nokkuð styggir í þessum veður ham.

Fórum á hestbak í morgun, hreyfðum bæði settin. Fórum niður að Brúará í bæði skiptin. Á morgun förum við svo með hestana yfir að Kaldbak í Rangárþingi ytra, og eru gestir og gangandi velkomnir. Riðið verður frá Kaldbak annað kvöld til að liðka hestana og á Laugardag farið yfir Víkingslækjarhraunið á Hekluslóð og á henni í átt að Heklu. Hestar verða sennilega skyldir eftir í Selsundi eða í Næfurholti. Svo á Sunnudag farið bak við Bjólsfell inn í litlu-Þórsmörk og svo heim niður með Rangá.

Verð því að afþakka gott boð um beinastrúgur og tægjur í Norðuramti, en vonast enn til að komast á berjadaga, sérstaklega ef ber verða í boði, sem karlmenn að vanda og langri hefð í fjölskyldunni þurfa ekki að týna heldur engöngu borða.

Engin ummæli: