18. ágúst 2005

Skjálfhent braghenda

Á deildinn er lagst gegn skurðlækningum við verkjum en í stað þess er veitt hugræn atferlismeðferð (HAM). Af því tilefni og svo því að yrkingar hafa orðið "samstarfsfólki" tilefni til vangaveltna um hvort lítið sé að gera þessa dagana:


Nóg að gera, netið hlera, næg er vinna.
segist vera sjúkum hlynna
síður skera, haminn spinna.


(Braghendur eru þrjár ljóðlínur, fyrsta línan er sex bragliðir með 3 stuðlum, en hinar seinni standa saman með stuðlum og höfuðstaf og eru báðar fjórir bragliðir með endarími. Allar ljóðlínur eru óstýfðar. Þetta dæmi er samrímað þ.e. fyrsta línan rímar við hinar og einnig samhent þ.e. fjórsett innrím, þá er sagt að hún sé skjálfhent).

Engin ummæli: