Nú ganga magakveisur og mér nákomnir veikst.
Því er pistill dagsinn úr bréfi Páls til Tímóteusar 5:23.
"Noli adhuc aquam bibere, sed modico vino utere, propter stomachum tuum et frequentes tuas infermitates".
Sem útleggst á okkar máli:
"Ver þú ekki lengur að drekka vatn, heldur skalt þú neyta lítils eins af víni vegna magans og veikinda þinna, sem eru svo tíð".
Þetta lærði ég af afkomendum Sigga Bald., blessuð sé minning hans.
31. mars 2005
29. mars 2005
Vorvísa
Í þeynum af vori þorna nú tár,
þeysumst um lendur en hvor er klár,
hesturinn rauði eða höldurinn smár,
hófurinn ljósi eða knapinn sár.
Eftir vetrarins storma er velktust um fjöll,
vantar ei duginn því getum öll,
glaðst yfir birtu er ber okkur sumar,
bráðum við kætumst fljóðin og gumar.
þeysumst um lendur en hvor er klár,
hesturinn rauði eða höldurinn smár,
hófurinn ljósi eða knapinn sár.
Eftir vetrarins storma er velktust um fjöll,
vantar ei duginn því getum öll,
glaðst yfir birtu er ber okkur sumar,
bráðum við kætumst fljóðin og gumar.
27. mars 2005
Bragarbót
Til mín leitaði vinur minn forn, á ekki orð yfir því að hann varð 65 ára fyrri nokkrum dögum. Honum fannst ég ungur. Hann vildi læra allt um orkukorn og erfðaefni þess, sem við fáum bara frá mæðrum okkar. Ekki snefill úr körlunum. Hann ætlar að messa á lærðum fundi um allt þetta skrýtna fyrirbæri, -orkukorn. Mitochondria.
Hann vildi borga hæsta taxta norðan Alpafjalla fyrir viðvikið. Var þar vel boðið. Mér var veitt sjálfdæmi. Það varð honum dýrt. Hann varð að kenna mér bragfræði. Við höfum nú setið tvo laugardagsmorgna saman í hesthúsinu hjá mér.
Ég hef þulið orkukorna fræði.
Kannski eru vísurnar mínar, mín orkukorn.
Hver veit.
Vinur minn forni sem er semsagt 65 ára og mun eldri en ég, en þó í anda mun yngri en árin, taldi að mér hentaði best gagnfræðaskólalærdómur. Við höfum verið að fara í það. Ég þarf mikla orku til að leiðrétta bragfræðina.
Nú verður gerð bragarbót. Þó eins og segir í málhættinum mínum í dag. "Sígandi lukka er best". Hestarnir mínir eru taktfastir á gangi. Ég þarf að læra hrynjanda af þeim.
Hesthús eru lærdómshús.
Hann vildi borga hæsta taxta norðan Alpafjalla fyrir viðvikið. Var þar vel boðið. Mér var veitt sjálfdæmi. Það varð honum dýrt. Hann varð að kenna mér bragfræði. Við höfum nú setið tvo laugardagsmorgna saman í hesthúsinu hjá mér.
Ég hef þulið orkukorna fræði.
Kannski eru vísurnar mínar, mín orkukorn.
Hver veit.
Vinur minn forni sem er semsagt 65 ára og mun eldri en ég, en þó í anda mun yngri en árin, taldi að mér hentaði best gagnfræðaskólalærdómur. Við höfum verið að fara í það. Ég þarf mikla orku til að leiðrétta bragfræðina.
Nú verður gerð bragarbót. Þó eins og segir í málhættinum mínum í dag. "Sígandi lukka er best". Hestarnir mínir eru taktfastir á gangi. Ég þarf að læra hrynjanda af þeim.
Hesthús eru lærdómshús.
23. mars 2005
Illuga kvæði
Segir nú frá því þegar Finnur reið á undan að Saltnesál á Löngufjörum og festi Illuga í sandbleytu. Var það skelfilegt.
Er fram sóttu knapar að Saltnesáli,
söguna geymum í bundnu máli.
fákurinn prúði er fullhugan bar,
festist í bleytu á sandinum þar.
Höfðinu draup en hetjunar tak
hífði upp klárinn, þá brá sér á bak
Illuga-bróðir er barðist á Fjörum,
og bjargaði fáki með handtökum snörum.
Lífgjarn var fákur og léttur bar knapa,
launaði greiða svo margfallt til baka.
Leikur í taumum er líður að vori,
lyftir hátt fótum, greikkar úr spori.
Sumrinu fagna, - þeir félagar bíða,
ferða um sveitir, um grundina líða.
Trúr reynist klárinn og knapa geymir,
traustur í lund og engu því gleymir.
Er fram sóttu knapar að Saltnesáli,
söguna geymum í bundnu máli.
fákurinn prúði er fullhugan bar,
festist í bleytu á sandinum þar.
Höfðinu draup en hetjunar tak
hífði upp klárinn, þá brá sér á bak
Illuga-bróðir er barðist á Fjörum,
og bjargaði fáki með handtökum snörum.
Lífgjarn var fákur og léttur bar knapa,
launaði greiða svo margfallt til baka.
Leikur í taumum er líður að vori,
lyftir hátt fótum, greikkar úr spori.
Sumrinu fagna, - þeir félagar bíða,
ferða um sveitir, um grundina líða.
Trúr reynist klárinn og knapa geymir,
traustur í lund og engu því gleymir.
Hver er Halur
Í hugsmíðaheimi (virtual reality), skaut upp kollinum Halur nokkur á bloggsíðum ýmsum. Hann er nú horfinn á ný, eftilvill tilí raunheima. Ekkert hefur til hans spurst síðan hann skildi eftir á þessari bloggsíðu, í athugasemdum, eftirfarandi "Halur mun heimsækja síðu þessa bráðlega og jafnvel gera atlögu með liði sínu".
Þetta hefur orðið til þess að mér hefur sótt, að nóttu sem degi vangaveltur um það hver sé Halur.
Skal nú kynnt niðurstaða þeirrar rannsóknar. Þannig er að með nokkuri vissu mun Halur hafa dvalið norðanlega í Noregi. Þaðan mun hann hafa horfið jafn skjótt og hann kom þangað og lifa þar sögur af afrekum hans, aðallega í munnmælum en fátt verið fært til leturs. Enda hafa Íslendingar séð um að skrásetja sögur fyrir frændur okkar, en því nenna Íslendingar ekki lengur.
En við sem munum lengra en nef okkar nær, þó fátt af því sé gagnlegt, höfum rifjað upp eina sögu frá fyrri tíð. En hún er af Óðni alföður, sem hann mun hafa birst dauðlegum mönnum í síðasta skipti snemma á þrettándu öld, einmitt í Noregi, að hyggju mætra fræðimanna. (Hermann Pálsson, Hrímfaxi, Bókaútgáfan á Hofi 1995). Eða eins og segir í germanskri útgáfu sögunnar:
"Odin erschien den Sterblichen nach Ansicht bekannter, norwegischer Gelehrter zum letzten Male im fruhen 13. Jahrhundert. Er befand sich damals auf dem Wege zu einem Kamps, wie das fur ihn so typisch war".
Það var einmitt þessi síðasta setning sem kveikti hjá mér rannsóknarbál og hugmynd, þ.e:
"Er befand sich damals auf dem Wege zu einem Kamps, wie das fur ihn so typisch war". Á íslensku útleggst þetta: "Hann er þá á leið til orrustu, enda hélt hann sér löngum við sama heygarðshornið".
Samlíkingin er augljós við ofangreinda tilvitnun á bloggsíðu þessari, svo og dvölina í Noregi. Meira að segja hefur ekkert frá Hali spurst síðan hann var á leið til orrustu, enda ætið við sama heygarðshornið.
Því er sett fram sú tilgáta að Halur sé nýyrði, nýnefni yfir Óðinn sem hafi nú læðst aftur til mannheima og birst okkur dauðlegum á bloggsíðu nokkurri. Hvort hann er horfinn aftur til Ásgarðs eða borið lægri hlut fyrir hrímþursum og því hættur að blogga, þrátt fyrir áskoranir þar um skal ósagt látið.
Þetta hefur orðið til þess að mér hefur sótt, að nóttu sem degi vangaveltur um það hver sé Halur.
Skal nú kynnt niðurstaða þeirrar rannsóknar. Þannig er að með nokkuri vissu mun Halur hafa dvalið norðanlega í Noregi. Þaðan mun hann hafa horfið jafn skjótt og hann kom þangað og lifa þar sögur af afrekum hans, aðallega í munnmælum en fátt verið fært til leturs. Enda hafa Íslendingar séð um að skrásetja sögur fyrir frændur okkar, en því nenna Íslendingar ekki lengur.
En við sem munum lengra en nef okkar nær, þó fátt af því sé gagnlegt, höfum rifjað upp eina sögu frá fyrri tíð. En hún er af Óðni alföður, sem hann mun hafa birst dauðlegum mönnum í síðasta skipti snemma á þrettándu öld, einmitt í Noregi, að hyggju mætra fræðimanna. (Hermann Pálsson, Hrímfaxi, Bókaútgáfan á Hofi 1995). Eða eins og segir í germanskri útgáfu sögunnar:
"Odin erschien den Sterblichen nach Ansicht bekannter, norwegischer Gelehrter zum letzten Male im fruhen 13. Jahrhundert. Er befand sich damals auf dem Wege zu einem Kamps, wie das fur ihn so typisch war".
Það var einmitt þessi síðasta setning sem kveikti hjá mér rannsóknarbál og hugmynd, þ.e:
"Er befand sich damals auf dem Wege zu einem Kamps, wie das fur ihn so typisch war". Á íslensku útleggst þetta: "Hann er þá á leið til orrustu, enda hélt hann sér löngum við sama heygarðshornið".
Samlíkingin er augljós við ofangreinda tilvitnun á bloggsíðu þessari, svo og dvölina í Noregi. Meira að segja hefur ekkert frá Hali spurst síðan hann var á leið til orrustu, enda ætið við sama heygarðshornið.
Því er sett fram sú tilgáta að Halur sé nýyrði, nýnefni yfir Óðinn sem hafi nú læðst aftur til mannheima og birst okkur dauðlegum á bloggsíðu nokkurri. Hvort hann er horfinn aftur til Ásgarðs eða borið lægri hlut fyrir hrímþursum og því hættur að blogga, þrátt fyrir áskoranir þar um skal ósagt látið.
18. mars 2005
Darraðardans
Á móálóttum klár og merarsyni,
mættur var víkingur af sterkara kyni,
um sveitir reið sá glæsti knapi.
Skáldfáksins vinur, ei angurgapi,
en ef hnakkinn ei girðir á geltum fola,
skal glerhálan ísinn á foldinni þola.
Því trylltur varð drösull, í dansinum lenti,
og darraðans folinn af baki mér henti.
mættur var víkingur af sterkara kyni,
um sveitir reið sá glæsti knapi.
Skáldfáksins vinur, ei angurgapi,
en ef hnakkinn ei girðir á geltum fola,
skal glerhálan ísinn á foldinni þola.
Því trylltur varð drösull, í dansinum lenti,
og darraðans folinn af baki mér henti.
Á Tvídægru.
Á Tvídægru lögðu og teymdust vel hestar,
en týndir í þoku, raunirnar mestar,
þola þeir máttu er nálguðust pytti,
og þrautirnar margar er sukku í mitti.
Um flóana bárust en færðust að landi,
hjá fellinu slétta, þá jókst aftur vandi.
Því áttirnar allar þær vísuðu niður,
en aldrei skal falla er íslenskur siður.
en týndir í þoku, raunirnar mestar,
þola þeir máttu er nálguðust pytti,
og þrautirnar margar er sukku í mitti.
Um flóana bárust en færðust að landi,
hjá fellinu slétta, þá jókst aftur vandi.
Því áttirnar allar þær vísuðu niður,
en aldrei skal falla er íslenskur siður.
17. mars 2005
Draumur við fjóshauginn
Þessar ferskeytlur eru lausn á flóknari samsetningu kvæðisins, sem birtist í Dratthalastaðadrápu. Enda er kveðskapur sá ekki fyrir viðkvæma og er varað við honum. Hér segir frá draumi Hals vinar míns sem fleygði sér við haug nokkurn norður í landi, sem reyndist þegar betur var að gáð, skv. draumskýringum, fjóshaugur sem í var lítið haugfé. Mun því draumurinn hafa stafað af Halisinasjón, sem er velþekkt fyrirbæri í andlegum fræðum, en við því eru til sterkar pillur. En það getur líka stafað af illum og torkennilegum gufum frá efnum sem sumir leita í ítrekað og verða háðir. Ekki skal hér nokkur greining sett fram, en þeirri tilgátu haldið á lofti og lögð til grundvallar að draumsýnir eða halisinasjónir Hals hafi stafað af lykt af fjóshaug og hross hafi þar ekkert komið nærri.
Þegar við hauginn henti sér
að Hali sótti draumur.
Í nætur stríði stendur hér,
styrjaldar hugarflaumur.
Upp úr haugi í hegrans stál
í hendingu einni saman,
flestir kalla að fari sál
förum, er kárnar gaman.
Allur heimur undir var,
eins og draumahending,
í Skagafjörðin skelfingu bar,
skrautleg nauðalending.
Dýrkeypt verða draumaráð,
er dagur varpar ljósi,
Getur sálin hringast snjáð
sífellt í eigin fjósi.
Því skynvillunar skondnu færi,
á Skagafjarðar melum,
lyktin sem að löngum bæri.
lengst að heilahvelum.
Orustu marga skal óttalaus,
ofurhetjan heyja.
Hafði þó engin hoggist daus
hér skal engin deyja.
(Hegrans stál=flugvél og vísast hér til fuglsins óminnishegri)
Eftirmáli:
Vonandi fer nú fram rannsókn á því, hjá vinum okkar sem eitthvað kunna í orðsifjafræði, hvernig að íslensku orðin Halur, sín og sjón hafa leitt til orðmyndarinnar hallucination. En það er notað í heimsálfum þeim sem mæla mest á enska tungu. Gæti það tengst ferðum Hals til Vínlands?
Þegar við hauginn henti sér
að Hali sótti draumur.
Í nætur stríði stendur hér,
styrjaldar hugarflaumur.
Upp úr haugi í hegrans stál
í hendingu einni saman,
flestir kalla að fari sál
förum, er kárnar gaman.
Allur heimur undir var,
eins og draumahending,
í Skagafjörðin skelfingu bar,
skrautleg nauðalending.
Dýrkeypt verða draumaráð,
er dagur varpar ljósi,
Getur sálin hringast snjáð
sífellt í eigin fjósi.
Því skynvillunar skondnu færi,
á Skagafjarðar melum,
lyktin sem að löngum bæri.
lengst að heilahvelum.
Orustu marga skal óttalaus,
ofurhetjan heyja.
Hafði þó engin hoggist daus
hér skal engin deyja.
(Hegrans stál=flugvél og vísast hér til fuglsins óminnishegri)
Eftirmáli:
Vonandi fer nú fram rannsókn á því, hjá vinum okkar sem eitthvað kunna í orðsifjafræði, hvernig að íslensku orðin Halur, sín og sjón hafa leitt til orðmyndarinnar hallucination. En það er notað í heimsálfum þeim sem mæla mest á enska tungu. Gæti það tengst ferðum Hals til Vínlands?
Frumstikluð ferskeytla
Frumstikluð ferskeytla kallast það þegar innrím er í fyrstu og þriðju hendingu. Sendi fyrripartinn inn í kvæðakeppni á nýliðinni árshátíð. Fátt mun hafa verið um seinni parta. Hér kemur því öll vísan.
Heyrast köll og hlátrasköll
hátt frá þessum liði.
Gleðjumst öll um víðan völl
vinir á sama sviði.
Heyrast köll og hlátrasköll
hátt frá þessum liði.
Gleðjumst öll um víðan völl
vinir á sama sviði.
16. mars 2005
Nýtt efni
nú hefur bæst í sögu Dratthalastaðabænda. Enda lífsmark aftur með Hali og sem flutti með sér þræl nokkurn dr. Aumráð frá Vínlandi. Hvort draumráð þrælsins reynast góð verður tíminn að leiða í ljós.
Fjólur framsóknar
Þessi vísa barst norðan af Vatnsnesi og er nokkuð komið til ára sinna, en sýnir að oft hefur verið vegið að madömunni, í ljóðaformi og saga sýnir að hún stendur allt slíkt af sér. Til útskýringar má geta að kvæðið var ort á tímum þegar Valtýskan var uppi, en nýlega kom út ævisaga þessa merka manns. En fjólur eru bláar og Valtýskar (þ.e. Valtýr yngri).
Engin tól til úrlausnar,
þótt ylji sólin strindi,
þegar fjólur framsóknar
fölna í gjóluvindi.
Engin tól til úrlausnar,
þótt ylji sólin strindi,
þegar fjólur framsóknar
fölna í gjóluvindi.
15. mars 2005
Fuglavinir
Þessa góðu sögu fékk ég senda, en þar sem hún er að norðan vil ég koma henni á framfæri. Enda fátt annað að skrifa.
Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Kristján Einarsson frá Djúpalækvoru vinirog báðir landsþekktir hagyrðingar. Þegar þessi saga gerðist bjuggu þeirbáðir á Akureyri.Eitt sinn var Einar úti á göngu að vetrarlagi og gekk þá fram ásnjótittling sem lá íöngviti á jörðinni. Hafði sennilega flogið á snúru. Hann tók fuglinn upp ogfann að hjartað sló svo hann fór með hann heim til sín. Fuglinn hresstistbrátt og fann Einar þábúr og setti fuglinn í það og kom búrinu fyrir í stofuglugganum. Þegar hannvar að bjástra við að koma búrinu fyrir í glugganum gekk Kristján fráDjúpalæk fyrir gluggann og sá hvað hann er að gera. Hann orti vísu og sendiEinari.
Einar greyið ýmsar raunir hrjá
ekkert má skáldið hugga.
Inni í stofu tyllir sér á tá
með tittlinginn úti í glugga.
Einar vildi ekki láta Kristján eiga neitt hjá sér og sendi vísu til baka.
Elsku vin ég aumka en skil
öfundina þína.
Þú átt engan tittling til
sem tekur því að sýna.
Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Kristján Einarsson frá Djúpalækvoru vinirog báðir landsþekktir hagyrðingar. Þegar þessi saga gerðist bjuggu þeirbáðir á Akureyri.Eitt sinn var Einar úti á göngu að vetrarlagi og gekk þá fram ásnjótittling sem lá íöngviti á jörðinni. Hafði sennilega flogið á snúru. Hann tók fuglinn upp ogfann að hjartað sló svo hann fór með hann heim til sín. Fuglinn hresstistbrátt og fann Einar þábúr og setti fuglinn í það og kom búrinu fyrir í stofuglugganum. Þegar hannvar að bjástra við að koma búrinu fyrir í glugganum gekk Kristján fráDjúpalæk fyrir gluggann og sá hvað hann er að gera. Hann orti vísu og sendiEinari.
Einar greyið ýmsar raunir hrjá
ekkert má skáldið hugga.
Inni í stofu tyllir sér á tá
með tittlinginn úti í glugga.
Einar vildi ekki láta Kristján eiga neitt hjá sér og sendi vísu til baka.
Elsku vin ég aumka en skil
öfundina þína.
Þú átt engan tittling til
sem tekur því að sýna.
14. mars 2005
Skyldleikans skondnu fræði
Um skyldleikans skondnu fræði,
skapaðist óvissa.
Þegar ég varð móðir mín,
margir urðu hissa.
(Í tilefni fréttar á forsíðu Morgunblaðsins 14.03.2005. Þar kom fram að 40 ára maður lék móður sína í 2 ár til að blekkja tryggingafé út úr stjórnvöldum. Beðist er velvirðingar á ónákvæmni í fyrri lýsingu).
skapaðist óvissa.
Þegar ég varð móðir mín,
margir urðu hissa.
(Í tilefni fréttar á forsíðu Morgunblaðsins 14.03.2005. Þar kom fram að 40 ára maður lék móður sína í 2 ár til að blekkja tryggingafé út úr stjórnvöldum. Beðist er velvirðingar á ónákvæmni í fyrri lýsingu).
Að lokinni veislu.
Í veislunni með vísnabrag
vinir kátir sitja.
Engir betur una hag
og eðalljóðin flytja.
vinir kátir sitja.
Engir betur una hag
og eðalljóðin flytja.
Fróðleikur
"Betra er eitt sinn ófróðlega að spyrja, en að ganga þess dulin sem skylt er að vita". Gylfaginning.
11. mars 2005
Aftur til systur minnar
Langaði til að ljóða á,
litla bróður kæra.
Kveðjur bestar bárust frá,
sem bragarhætti færa.
Bragarhætti baugalín,
bagsast við að sníða.
Vísa þessi er voða fín,
vandi er ljóð að smíða.
Semji vísu í annað sinn,
sá mun verða hissa.
Ef að systir sendir inn,
síst af því vil missa.
Yrkja brag er ekkert mál,
allir geta hnoðað.
Þetta gastu og gerðir vel,
getum fleira skoðað.
kveðjur frá litla bróður.
litla bróður kæra.
Kveðjur bestar bárust frá,
sem bragarhætti færa.
Bragarhætti baugalín,
bagsast við að sníða.
Vísa þessi er voða fín,
vandi er ljóð að smíða.
Semji vísu í annað sinn,
sá mun verða hissa.
Ef að systir sendir inn,
síst af því vil missa.
Yrkja brag er ekkert mál,
allir geta hnoðað.
Þetta gastu og gerðir vel,
getum fleira skoðað.
kveðjur frá litla bróður.
10. mars 2005
Framsækni
Fyrir hvað stendur framsókn nú,
frómir spyrja gestir.
Hagsmuni og hægri snú,
halda landar flestir.
Ánauð mikil mætir þér,
mæraþjóðin bljúga.
Framsókn hefur fengið sér,
fylhryssu að sjúgja.
Kvótanum þeir komu í bú,
kámug er nú daman.
Horfin er því hugsjón sú,
að halda skildi saman.
Helmingaskipti hefur stutt,
og herðir fast í greipum.
Hefur þjóð til heljar flutt,
heldur fast að keipum
Á efstaleiti uppi stóð,
og inn í ráð var settur.
Siðlaus var hann sonur þinn,
sýndist lítill klettur.
Þetta lýðnum þóknast má,
því er ver og miður.
Allar leiðir eru þá,
til andskotans og niður.
Ef á Þingi þekkið sið,
þurfið vart að bíða.
Þessa skálka þurfum við,
þegar í stað að hýða.
Upp skulu rísa allir menn,
ekki burtu lítum.
Því í tíma tökum senn,
trúðana og snýtum.
frómir spyrja gestir.
Hagsmuni og hægri snú,
halda landar flestir.
Ánauð mikil mætir þér,
mæraþjóðin bljúga.
Framsókn hefur fengið sér,
fylhryssu að sjúgja.
Kvótanum þeir komu í bú,
kámug er nú daman.
Horfin er því hugsjón sú,
að halda skildi saman.
Helmingaskipti hefur stutt,
og herðir fast í greipum.
Hefur þjóð til heljar flutt,
heldur fast að keipum
Á efstaleiti uppi stóð,
og inn í ráð var settur.
Siðlaus var hann sonur þinn,
sýndist lítill klettur.
Þetta lýðnum þóknast má,
því er ver og miður.
Allar leiðir eru þá,
til andskotans og niður.
Ef á Þingi þekkið sið,
þurfið vart að bíða.
Þessa skálka þurfum við,
þegar í stað að hýða.
Upp skulu rísa allir menn,
ekki burtu lítum.
Því í tíma tökum senn,
trúðana og snýtum.
9. mars 2005
Aftur á A2
Eftirmáli eftir grein í Morgunblaðinu sem um hefur verið ort áður.
Til læknisins og stúlknanna á A2.
Burtu var ég sendur sár,
sinnið veikt og ógnarsmár.
Daga alla á deild að gá,
doksi sem að engin sá.
Upp á gikt er árið leið
allan daginn sat og beið.
Alltaf hefur þóknast þér,
en þú vilt aldrei sinna af mér.
Ef ég mætti aftur snúa,
upp á deild og flestum hlúa.
Á stofuganginn stelast vil
stúlkur hérna koma skil.
Ykkar tregafullur tæknir,
sem tæpast kallast "læknir".
Til læknisins og stúlknanna á A2.
Burtu var ég sendur sár,
sinnið veikt og ógnarsmár.
Daga alla á deild að gá,
doksi sem að engin sá.
Upp á gikt er árið leið
allan daginn sat og beið.
Alltaf hefur þóknast þér,
en þú vilt aldrei sinna af mér.
Ef ég mætti aftur snúa,
upp á deild og flestum hlúa.
Á stofuganginn stelast vil
stúlkur hérna koma skil.
Ykkar tregafullur tæknir,
sem tæpast kallast "læknir".
Til systur minnar
Ellismellur í þér gellur,
ógnarhvellur systir mín.
Stúlkan hnellin strákinn fellir,
stekkur rellinn heim til sín.
ógnarhvellur systir mín.
Stúlkan hnellin strákinn fellir,
stekkur rellinn heim til sín.
Fallin spýta
Stúlkan hnellin spýtu fellir
stekkur rellin heim til sín.
Æskusmellur í þér gellur,
ógnarhvellur vina mín.
stekkur rellin heim til sín.
Æskusmellur í þér gellur,
ógnarhvellur vina mín.
7. mars 2005
Svall í sólinni
Sent vinum í sólarferðum:
Brottrækur ger, burt kallaður,
búinn til ferðar, gallaður,
úr bindindi fallinn,
brendur var skallinn,
og býsn í sólinni mallaður.
Brottrækur ger, burt kallaður,
búinn til ferðar, gallaður,
úr bindindi fallinn,
brendur var skallinn,
og býsn í sólinni mallaður.
3. mars 2005
Verkjameðferð
Eftir umfjöllun um verkjameðferð og þann óskunda sem ópíataplástrar valda alverkja fólki. Þess í stað eru boðið upp á HAM (hugræna atferlismeðferð).
Með bakið í verkjum ég volandi grét,
og vildi þá lækningu hljóta,
að plástrarnir deyfðu, en læknirinn lét
í leikfimi heilsubóta.
Í teymisvinnu og tækjasal,
ég taumlaust við verkina glímdi.
Með tárin í augum ég tókst á við raun,
í tilvistarkreppunni hýmdi.
Á taugum er búin og bið þess svo heitt,
að bakstrarnir verkina lini.
En lengi má bíða að lyfin ég fái,
frá læknunum Ingólfi og M. Ólasyni.
Viðbót frá kollega okkar L.G.
Í sjúkraþjálfun sundur kraminn,
Og sundleikfimi áfram laminn,
Svo verkjaskrattinn verði HAMinn,
Vúdú er hér á mér framinn.
Svar frá M.Óla.
Fjandans verkir kroppa kvelja
kvartar og kveinar þjóðin löt.
Ykkur þýðir ekki að selja
ofurplástra og ópíöt.
Búir þú við vol og víl
í - verkja- lífsins glímu.
Fermetrar af Fentanýl
fylla þig bara af vímu.
2. mars 2005
Þekking
"Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum."
Úr fyrra Korintubréfi Páls postula 13:9
Úr fyrra Korintubréfi Páls postula 13:9
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)