28. október 2005

Dagbók

Kveðinn í kútinn var mér efst í huga, eftir þá útreið sem mín angurværu ættjarðarljóð fengu hjá vinum mínum. En mikið ósköp er gaman að fá komment og vísukorn til baka. Það gerir skáldskapinn svo mikið skemmtilegri. Hugsið ykkur ef hnoðið mitt hefði lent ofan í skúffu. Þá hefðu hin ómetanlegu viðbrögð í bundnu máli kolleganna aldrei orðið til. Tvö lítil kvæði hafa kallað á amk fimm önnur afbragðs ljóð. Þetta er býsna góður afrakstur á einni viku. Þó sakna ég kvæðis frá Hali vini mínum, mentor sem kenndi mér að meta ileus, eða garnastíflur og notkun á magasondum. Kunnáttu sem hefur reynst mér vel á lífsleiðinni. Svo ber að þakka læknaritaranum, samstarfskonu minni sem benti mér á málfarsambögur í í fyrstu útgáfu kvæðisins. Hvað gæti ég án ykkar allra. Engin er eyland.

En í kvöld gleðst ég mest yfir árangri sonar míns, þess yngri sem komst i 20 manna hóp í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Þeir eru sko reiknishausar, synir mínir báðir tveir og ætlar sá yngri ekki að verða eftirbátur hins. Í okkar fjölskyldu skiptast menn (og konur sem eru menn) í tvo hópa, teljara og nefnara eftir því hvort reiknislist eða húmaniskir tendensar eru ríkjandi eiginleikar í fari þeirra. Ég hélt reyndar að sá yngri væri dálítill nefnari því hann hefur yndi af mannkynssögu og leikur í skólaleikritum. En svo dylst í honum teljaragen sem fleytir honum á eðlisfræðibrautinni. Kombinasjónin er góð.

1 ummæli:

My Daily Struggles sagði...

Check out my blog. It's a SHOCKER! I was almost committed to a mental hospital because of the things I disclosed. You won't believe it.