18. október 2005

Fimmtugur

Magnús Pálsson.

Sögur margar segja kann,
og sjaldan missir orða.
Sá sem fyrir hittir hann
helst sér ætti að forða.

Magnús vænsta mann ég tel,
og mátulega lyginn
Með Siglufjarðar syni dvel
þar til sól er hniginn.

Því mætan tel ég Manga Pé
þann mikla friðarboða.
Lætur okkur ljúft í té,
lygi til að skoða.

Við aldur bætist aftur ár
er´ann frá sér numinn.
Fimmta tuginn fyllir lár,
en finnur varla muninn.

Engin ummæli: