8. október 2005

Einangrunarrof

Vinur minn og frændi hefur ljóstrað því upp að hann hafi rofið einangrun sína. Honum var því sent eftirfarandi hugboð, sem hér er haldið til haga.

Halur á svellum hálum
hrífst nú af dægurmálum
er hörmungum frá
hannesar há
heyrði í gufuskálum

um þetta hef ég ekkert frekar að segja.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hundsgelt í holti er betra en gelt dægurmálanna, oft er í holti heyrandi nær. Halur vísar á skrif sín, þakkar Æri fyrir hugulsemina og mun halda sig utan dægurmála, hugsar frekar um lygnur og strauma hérlendis og erlendis sem bíða munu flugu og fóta. Fékk sér taðreyktan fisk í morgunsárð enda vaknaður kl. 5:30.