15. október 2005

Beinn leggur Egils Skallagrímssonar


Ættfræði er ágætt hobbí. Hér sést að 28 kynslóðum eftir Egil Skallgrímsson, varð til Ærir athafnamaður, Skammkell og Fimbulfambi. Þeir eru komnir í beinan legg af Agli sem orti sig út úr melancholiu.

Sérstaklega er bent á viðurnefni nokkur í ættinni i þessum beina legg, eins og digra, korpur (sem ég skil ekki), langur og gamli. Lýsir það atgerfi ættarinnar? Það er nú það?

Þar er líka Hrafn Oddsson, læknir að Eyri við Arnarfjörð, sem giftur var Þuríði Sturludóttur Sighvatssonar. En kvikmyndi og bókin Óvinafagnaður fjallar um föður hennar Sturlu Sighvatsson. Ærir hefur aldrei hafnað átökum, -séu þau kostur umfram frið, enda Sturlungablóð í æðum þeirra bræðra Æris athafnamanns, Skammkels og Fimbulfamba.

Þorbjörg "digra" Ólafsdóttir var barnabarn Egils og dóttir Ólafs pá Höskuldssonar, og því systir Kjartans Ólafssonar sem lesa má um í Laxdælu. Í Fóstbræðrasögu segir að Þorbjörg hafi verið "vitr kona ok strórlynd". Legg til að ættin lesi Eglu, Laxdælu og Fóstbræðrasögu.

Egill Skallagrímsson 910

  1. Þorgerður Egilsdóttir 939
  2. Þorbjörg "digra" Ólafsdóttir 960
  3. Kjartan Ásgeirsson 1000
  4. Þorvaldur Kjartansson 1055
  5. Ingiríður Þorvaldsdóttir 1110
  6. Vigdís Guðlaugsdóttir 1140
  7. Oddur Álason 1180 - 1234
  8. Hrafn Oddsson 1225 - 1289
  9. Jón "korpur" Hrafnsson1255
  10. Sveinn "langur" Jónsson1280
  11. Jón "langur" Sveinsson 1330 - 1361
  12. Finnbogi "gamli" Jónsson 1360 - 1441
  13. Þórunn Finnbogadóttir 1410
  14. Finnbogi "Maríulausi" Jónsson 1440 - 1514
  15. Jón Finnbogason 1470 - 1554
  16. Málmfríður Jónsdóttir 1520
  17. Guðmundur Illugason 1550 - 1617
  18. Jón Guðmundsson 1580 - 1640
  19. Halldóra "eldri" Jónsdóttir1625
  20. Elín Sigmundsdóttir 1666 - 1717
  21. Málfríður Ketilsdóttir 1703 - 1757
  22. Símon Þorgeirsson 1746 - 1830
  23. Pétur Símonarson 1805 - 1880
  24. Sigríður Pétursdóttir 1836 - 1912
  25. Halldóra Sigríður Halldórsdóttir 1862 - 1922
  26. Katrín Kristín Guðmundsdóttir 1885 - 1967
  27. Arngrímur Guðbjörnsson 1920 - 1983
  28. Ærir, Skammkell og Fimbulfambi 19**

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur er feginn því að vera í "skálegg" tengdur þessum foringja í suðuramti; skálegg þar eð ES mun jafnvel hafa verið með beinsjúkdóm þann er sumir vilja nefna eftir Paget og því skáleggur fremur en beinn. Engu skiptir með allar kólíurnar melan og allt það sem sósíopatar nútímans hafa fest á blað sem óeðlilegt ástand.