Kveður hátt í klettum eystra
er kætist sonur elds og ís.
Íslandsstranda stuðla bergsins
stöpull sá er aldrei frýs,
okkur gleður alla vini,
Ingólfur sem eldfjall gýs.
Með söng í hjarta og sálin hreina
sinnir okkur vinum vel.
Hestum ríður, hallir byggir
hagleiks mann ég Ingólf tel.
Þó gardínur í glugga hengi,
gægist út hans vinarþel.
Í eldhúsinu engum líkur,
allar sortir baka kann.
Bökur fyllir, brauðið hnoðar
býsn af matnum étur hann.
Tólin síðan og tægjur pínir
tíma langa í tækjarann.
Upp til fjalla vinur vakir
veður vötn um nótt á heiði
Ilminn finnur angurværan
allur burtu fýkur leiði.
Aftur snýr vor aflakóngur
með ógurlega mikla veiði.
Nú góða veislu gera viljum,
og gleðjumst lengi fram á nótt
Skála munum, skemmtum okkur
skelfilega er nú hljótt.
Kætum Ingólf kæru vinir
í kór við skálum, - núna fljótt.
skál, skál.
8. október 2005
Afmæliskveðja
Ingólfur Kristjánsson, 8. október 2005.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það væri kannski við hæfi að birta mynd af slíkum manni sem fær heilsíðukvæði um sig í rómantískum stylus, dauðlegir menn eins og Halur Húfubólguson, nærri dauða en lífi andlega séð og hvað þá líkamlega, teldu það til bóta. Það væri ráð að líkjast slíkum manni.
Allt má misskilja; "tæjur pínir" stendur í hinu ágæta ljóði, það eða þær má misskilja og gott að enginn komist í þetta eða kæri, vonandi ekki andhetjur Þorgeirs heitins Þorgeirssonar.
Halur í tæjum.
hér verður Halur að útskýra betur fyrir lítt og illa lesnum höfundi hvers uppruni er með öllu ókunnur enda vilja allir sverja af sér hnoðið. En í píslarsögu Jóns stendur á einum stað skv. orðabók okkar allra: .."bein og sinar, tægjur og taugar". Hefur því ritháttur verið færður í það horf, enda písl ein að hafa ort þetta kvæði, hvers svo sem gerði það.
Skrifa ummæli