Nú er Hálfmáni kominn í hús og fyrir dyrum stendur að byrja tamningar með svokallaðri frjálsri aðferð. Fyrsti tími verður síðdegis í dag. Reynir þá á samband sem þarf að myndast milli manns og hests.

Um þetta má yrkja:
Hálfmáni í húsi bíður,
hestur vænn úr Skagafirði.
Undan viti æris svíður,
ógurlega þungri byrði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli