28. október 2005

Dís

Ég sakna þín sveit með fjöllin og dalinn
og sólar að morgni í kyrrlátum reit.
Við ána, með fuglum, - þar varstu falinn
fegursta dísin í íslenskri sveit.

Hjá kofa á heiði er kembdi ég forðum,
kærustum vini undir háfossins nið.
Augun þau ortu með einstökum orðum
óminn sem barst yfir fjallanna svið.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Upp í sveit hann á sér reit,
í andans beitarhaga.
Fegurð heitra fljóða leit,
flýr nú streita Braga.

ærir sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Það syrtir í álinn á svellköldu landi
og sollinn er hvarmur af langstæðri kvöl,
allt er í molum og ekkert í standi,
enginn á nokkura kosta hér völ.

Og fjúkið og stormurinn stingur á hol,
stórsyndug mannskepnan fær nú að þjást.
Nema Reynir, sem stendur á stuttermabol,
stjarfur af norðlenskri ættjarðarást.