13. október 2005

Rjúpan raunarmædda

Þeir skáldlegu tilburðir sem hér hafa verið hafðir í frammi hafa vakið nokkra athygli og eins og hjá þjóðskáldum hefur kveðskapurinn verið öðrum innblástur. Aðrir hafa reynt að öðlast dýpri skilning á tilurð ljóðanna og þýðingu þeirra, sem er auðvitað enginn í mínu tilfelli. En í dag barst mér sending frá sálfræðingi nokkrum (RHA) sem hefur betrum bætt fyrra kvæði mitt. Í útfærslu hans má finna nokkurn trega vegna þess að ekki kemst hann til veiða um næstu helgi. En svona er útfærsla veiðimannsins og eru honum færðar þakkir nokkrar fyrir viðvikið.:


Ein hún sat í hríðarbáli
og heljargreipar kulda,
rjúpan fögur,
raunarmædd,
rjátlar um að nýju.
Hún skríður ein um
skógareiti,
og skelfd
að leita hlýju.

Með hjartans öng
nú hrædd hún situr
en heyrir málið dulda,
sem gnýrinn ber
þá gnauðar í,
gnýpum og
vetrarskugga.
Hver mun fuglinn
fagra hugga.

Það skefur að
og skaflar myndast,
skelfilegt er myrkur.
En tunglið eitt
það talar blítt
og teygir sína anga,
að flæking einum
er ferst í nótt
ef finnst ei
hjartagæska.

Þá rjúpa ein,
um rauða nótt,
reisir sína vængi.
Til tunglsins svífur,
tíminn hverfur,
titrar rödd í frosti.
Hún ropar hátt,
er rýfur kyrrð
rúnarsskot
í hjarta brostið.

Engin ummæli: