3. nóvember 2005

Bölsýni/sjálfsvorkunn

Allt til andskotans farið
illt er að vera til.
Allt vit er úr mér barið
ekkert ég veit eða skil.
Í sannleika get ég svarið
síst er það sem ég vil.

5 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Halur er hryggur þessa stundina er hann sér innanmein Æris.
Halur því kvað:

Mikil er syndarinnar súla
í suðuramtinu fúla.
En eitt ráð er til
og eimitt segja vil:
aktu norður í Múla.

ærir sagði...

er Halur að ráðleggja göngu fyrir björg og þá hvort Hvanndalabjarg sem er hæsta standberg í haf á landi voru eða af Múlakollu?

Nafnlaus sagði...

Reynir hann var raunsær maður,
sá réttsýnasti.
Endalokin, stund og staður,
fyr stafni blasti.
Samt bar sig vel og býsna glaður
í bjartsýniskasti

Nafnlaus sagði...

Illt er til andskotans farið
Allt ég veit og skil
ekkert er úr mér barið
því sannleika síst ég vil
MP

ærir sagði...

þakka Hali á Lapsus Linguae fyrir neðankveðið sem þar birtist.

Sút og sorg sækir að Æri
og sér´ann ei tækifæri.
En ef vel er að gáð,
er óbrigðult ráð,
að eltast við konulæri.