10. nóvember 2005

Gleðivísur

Nú skal eymdin útrekin
aldrei kveða um bölið.
Einstök gleði upp tekin
er ég kneifa ölið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur reynir að minnast daga með öl í hendi sem sæludaga, enda gleyminn orðinn á allar raunverulegar minningar. Halur kvað eftir yfirhalningu og testament þetta:

Einn ég þekki ógna landi,
eykur bölið mikið fjandi.
Hann leynist víða,
hörmung að hlíða
og heitir víst vínandi.