31. október 2008
24. október 2008
Það er bjart framundan...

Olía í vatnið:
1 dropi lavender
1 dropi cypres
Settu rúnaða steina í skál fyllta heitu vatni og settu síðan einn dropa af lavender og einn dropa af cypress ilmkjarnaolíu úti. Nuddaðu fótunum yfir steinana og hafðu fæturnar í vatninu í nokkrar mínútur.
Nuddolía eftir fótabaðið:
15 dropar fennel
15 dropar cypress
2 msk olía, t.dd ólífuolía eða sweet almond olía
Ilmkjarnaolíunum blandað saman við olíuna og nuddað vel inn í fæturna.
23. október 2008
Ofsi
22. október 2008
Nýyrði - súrefnisróttæklingar

Þar á meðal var ung kona sem kynnti sjúkdóma sem má rekja til breytinga í hvatberum og uppsöfnun á snefilefnum sem kallast á ensku "free radicals" og eru afurðir súrefnis. Hún kallaði þetta því skemmtilega nafni súrefnis róttæklinga og á þessum síðustu tímum byltingarhugsjóna sem eru að vakna fannst mér þetta vel víð hæfi og gæti átt við umhverfissina og félaga mína í Náttúruverndarsamtökum Íslands.
Karfi

Ég man ekki til að karfi hafi verið á boðstólum heima hjá mér fremur en öðrum heimilum. Hann þótti bara ágætur til útflutnings. Ég hef nokkrum sinnum eldað karfa og í gær ákvað ég að prófa einu sinni enn og fékk þessi fínu flök í Hafrúnu, marineruð í olíu, hvítlauk, blaðlauk og púrrulauk ásamt surrimi strimlum. Þetta reyndst hinn besti matur og rann ljúflega niður með soðnum nýjum kartöflum og salati. Ég mæli eindregið með þessum furðufiski á matarborðið
20. október 2008
Snjókoma

17. október 2008
Matarboð

16. október 2008
13. október 2008
Af slátri og sögu ástarinnar

Í hádeginu hitti ég svo tvo rannsóknarprófessora, -samstarfsmenn mína að stóra Verkefninu sem við erum með í bígerð, en nú var það allt upp í loft þar sem annar neitaði alfarið að fara í samstarf við Englendinga eins og áætlað hafði verið. Eftir að hafa úthúðað Geirmundi brúna og hans fylgifiskum tókst íslensk málamiðlun og er verkið sem áður í farvegi. Með þessu svelgdum við í okkur veitingar á Mílanó en þar hittist þessi sella núorðið reglulega.
Eftir hádegi fór ég að aðstoða stórfjölskylduna við sláturgerð en í ár tókum við 15 slátur og ekki veitir af. Á föstudagseftirmiðdegi hafði ég unnið það afrek að brytja allan mör í smátt og hlutverk mitt á laugardegi að brytja hann smærra (því stóri dómur hafði svo dæmt að ég hefði kastað til höndunum kvöldið áður) og í frekara hegningarskyni var ég látinn sauma fyrir vambir. Verk sem ég vann með tilhlýðilegri virðingu og undir haukfraum augum systur minnar og hennar dætra.

9. október 2008
Forynjan kvödd
Læddist forynjan frá
með sinn ferlega her.
Hún var grimmeyg og grá,
og hún glotti við mér.
Ég er frelsaður, Feigð,
ég hef faðmað og kysst.
Undir septembersól
brosti sumarið fyrst.
Stefán frá Hvítadal.
Nú þýðir ekkert annað en að taka slátur um helgina
Nú þarf að þjappa sér saman, -sérstaklega fjölskyldur. Ekkert er betra til þess en að fara í sláturgerð. Nema ef verið gæti að systir mín eldaði kótilettur í raspi ofan í sitt fólk og ég og mitt fengi að fljóta með. Ja, -að öðrum kosti klára sviðin frá því í fyrra.
8. október 2008
Kjarnyrt kona
Almennt fjalla ég ekki um polítík á þessari síðu, copy/pasta ljóð og skrifa uppskriftir miklu frekar. Það er ákveðin dægradvöl. Ég fylgist þó með og í gær eftir dásamlega máltíð úr ofnbökuðum söltuðum kinnum og rækjum sátum við feðgar og hlustuðum á Davíð taka "óreiðuseggina" í bakaríið. Hann lítur ekki í eigin barm.
Gott að eiga Davíð að til að skýra hlutina út fyrir almúganum. Ekki getur Geir það.
Las þennan kjarnyrta pistil í morgun og þótti nokkuð til koma. Jónas hestamaður fer einnig mikinn í sínum pistlum þessa daganna. Þetta eru raddir sem þurfa líka að heyrast.

Las þennan kjarnyrta pistil í morgun og þótti nokkuð til koma. Jónas hestamaður fer einnig mikinn í sínum pistlum þessa daganna. Þetta eru raddir sem þurfa líka að heyrast.
7. október 2008
Lék mér við ströndina.
6. október 2008
Kreppan
Nú er kreppan skollinn á. Við skógfræðingurinn sýndum ráðvendi um helgina. Fórum á Kaffivagninn úti á Granda í staðinn fyrir Jómfrúna. Þar má fá kaffi og smörrebröd þriðjungi ódýrara en á Jómfrúnni. Stemmingin þar er líka miklu meira svona masculin.
Spænskur kjúklingur - fyrir fjölskylduna

Spænskur kjúklingaréttur
Mælt er með 2 heilum kjúklingum eða 8 kjúklingabringum.
Skerið kjúklingana í stóra bita en skerið
bringurnar í þrennt. Ég notaði hinsvegar ódýrari kjúklingabita, efri læri. Ég notaði líka heldur meira af flestu gógætinu em í uppskriftinni er en þar er að finna. Slurkaði svona einhvernvegin á þetta allt. Átti opna rauðvínsflösku í ísskápnum og studdist við það fremur en hvítvínið. Svo bætti ég við rósmaringreinum.
Marínering:
½ hvítlaukur saxaður
¼ bolli rauðvínsedik
1/8 bolli oreganó
½ bolli sveskjur
¼ bolli ólífur
¼ bolli kapers
1 bolli olífuolía
6 lárviðarlauf
salt og pipar eftir smekk (góðan slatta). Setjið allt í skál og hrærið vel saman og
setjið kjúklinginn út í og látið marínerast í 6-24 klst.
Látið í eldfast mót og bætið út í:
¼ bolli steinselja, söxuð
½ bolli hvítvín
½ bolli púðursykur
Bakið við 180° í 40 mín. Berið fram með brauði, salati og hrísgrjónum. Má gjarnan hafa meira af sveskjum, ólífum og kapers allt eftir smekk hvers og eins.
3. október 2008
2. október 2008
Mér finnst fiskur góður

Ég elda alltaf fisk fyrir drengina mína og Ylfu á þriðjudögum. Sú skemmtilega hefð hefur þróast síðustu misserin. Ég þvælist á milli fiskibúða og leita að girnilegum réttum. Á tímabili verslaði ég mikið í Gallery fiski (þar sem ég varð á tímabili að fá rauðsprettu á kúskúsbeði amk 1 sinni í viku), og nú upp á síðkastið í Fylgifiskum þar sem bleikja með koriander er í sérstöku uppáhaldi og steinbítur í karrý. Svo heyrði ég nýlega talað um fiskbúðina Hafberg og brá mér þangað í verslunarleiðangur. Keypti þar dýrindis lúðusteikur sem ég grillaði. Það er búð sem ég mun halda mig við á næstunni. Verð er þar heldur hagstæðara en í hinum tveimur og þar er líka meira úrval af "ómeðhöndluðum" fiski, sem maður getur kryddað og matreitt alveg upp á eigin spýtur frá grunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)